Heimilisritið - 01.03.1949, Blaðsíða 31

Heimilisritið - 01.03.1949, Blaðsíða 31
að raun um, að hann er rétti maðurinn handa yður“. „Já, en ég hef þekkt Jaek alla ævi. Hann er næstum eins og bróðir minn. Eg gæti aldrei —“ „Gott“, sagði hann. „Kærið þér yður svo mikið um mig, að þér gætuð búið hérna með mér?“ „Já“, sagði hún brosandi. „Og lifað af því .einu, sem við vinnum okkur inn?“ „Já“, sagði liún aftur. „Það getur ekki verið alvara vðar“, sagði hann. „Það er ein- ungis nýjungagirni, ævinfýra- löngun —“ „Þér eruð vondur“. Hún sneri sér undan til að leyna tárunum. „Nei, talið ekki við mig“. HANN GREIP um hönd hennar. „Eg skil þetta vel. Þér eruð' svo blíð og góð, allt öðru- vísi en ég. Þér gætuð ekki orð- ið hamingjusöm með mér. Þarna sjáið þér, nú grátið þér. Ég hef komið yður til að gráta. Það var ekki ætlun mín, Mimi. Elsku litla Mimi!“ ,0, ég græt svo oft. Það gerir ekkert til“. Hún brosti til hans, og hann þrýsti henni að sér, hún fann, að hendur hans titruðu, og hann tók svo gætilega á henni. „Ég elska þig, Mimi“. „Ég veit ekki einu sinni, hvað þú heitir fullu nafni. Ég veit bara, að þú heitir C. Anderson“. „Ég heiti Cyrus“, sagði hann. „Það er ln-æðilegt nafn, er það ekki? Elsku, elsku Mimi, hvers vegna þurfti þetta að koma fyrir? Við eigum þó alls ekki saman. Við erum órafjarri hvort öðru“. Hún tók fyrir munninn á honum og þrýsti andlitinu að vanga hans. „Alls ekki. Það er ekkert, sem skilur okkur“. Hann tók hönd hennar og horfði á hana. „Ég veit það“, sagði hún. „Hún er ekki vitund vinnulúin. En ef þér væri ánægja af því, skyldi ég gjarnan skúra allar skrifstofurriar, svo hendurnar á mér yrðu verulega ljótar“. Hann brosti, ýtti henni niður í stól og fór að ganga um gólf. „Við skulum strax gera okkur eitt atriði ljóst“, sagði hann. „Ég vil vera hreinskilinn við þig, og ég vil helzt að þú skiljir mig. Ég hef enga trú á hjónabandinu, Mimi“. Hún þagði stundarkom, en svo leit hún upp á hann. „En það geri ég, Cyrus“. „Ég bjóst við því. Og þú mátt hafa það eins og þú óskar. En livers vegna ættu tvær mann- eskjur að binda sig hvorri ann- arri?“ „Ef þær eru hræddar við að bindast, þá þykir þeim ekki HEIMÍLISRITIÐ 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.