Heimilisritið - 01.03.1949, Blaðsíða 60

Heimilisritið - 01.03.1949, Blaðsíða 60
Hún hafði tekið að sér verk, og meira en það; hún hafði ásett sér að vinna til alls þess, er henni var látið í té. Frá siðferðilegu sjónarmiði gat hún ekki rokið burt fyrirvaralaust. Og frá efna- hagslegu sjónarmiði var þetta góð at- vinna. Hurðarskellir frá herbergisdyrum Pris- cillu gaf henni til kynna, að deila syst- kinanna hefði ekki endað friðsamlega. Hún lá kyrr og tárin þornuðu á vöng- um hennar. Það var orðið aldimmt og tunglið varpaði daufum geislum inn um gluggann. Hún lá um nokkra stund í djúpum hugsunum, unz hringt var til kvöldverðar. Jana þvoði sér í framan úr köldu vatni og bar á sig andlitsduft. Hún valdi látlausan, svartan kvöldkjól og flýtti sér að hafa fataskipti. Þegar hún kom frarn á stigapallinn, sá hún John og Ágústu leiðast um forstofugólfið. Það var bersýnilegt, að John var sér- stakt eftirlæti gömlu konunnar. Ágústa var öðruvísi en hún átti að sér, ekki eins öiugg um sjálfa sig, alúðlegri; inni- lega ánægð yfir komu hans. Til þess að trufla þau ekki, sneri hún við til að fara niður bakstigann. Er hún hafði srígið nokkur skref, stóð hún frammi fyrir Pirscillu, sem kom út úr herbergi sínu. „Mér þykir leitt, að ég skyldi verða svona æst,“ sagði Priscilla snöggt, „en ég var einungis að vernda þig.“ „Vernda mig?“ „Já. Þú ert of góð fyrir brögð hans.“ Þetta kom ónotalega við Jönu. Hún spurði fyrirlitlega: „Þú heldur að hann gcti farið með mig eins og honum þóknast, eða hvað?“ Augu Priscillu urðu hvöss, er þær litu hvor á aðra. Jana lét sér hvergi bregða. Hún gerði sér far um að sýnast ótrauð og bæla niður efasemdirnar hið innra með sér. „Ef til vill getur hann það ekki, Jana, ef til vill ekki,“ sagði Priscilla eftir andartakshik, og það vottaði fyrir glað- Iegri ánægju í röddinni. Svo hló hún og faðmaði Jönu. „Afsakaðu, að ég skyldi vanmeta þig. Láttu hann fá að kenna á því. Og hafðu engar áhyggj- ur — ég skal hegða mér sómasamlega.“ Þegar þær komu niður, heilsaði John þeim með ástúðlegu brosi. Án þess að sleppa John, tók Ágústa Priscillu við hönd sér. „Það eru meira en fimm ár síðan þið hafið komið hingað, börnin góð,“ sagði hún. „Látið ykkur ekki koma til hugar, að ég sleppi ykkur strax aftur.“ Já, hún var við þau eins og móðir. Jana minntist ólesnu bréfanna frá Suður-Ameríku og móður sinnar. Bettina kom niður og virtist ætla að eta John með augunum, þau voru vot eins og hún væri nýkomin inn úr stormi. Triggs kom rétt í því er kokkteilglösin voru framborin, og í fylgd með honum var hár og grannur maður, alvarlegur, með stuttklippt, næstum ósýnilegt, ösku- ljóst hár, afar útitekinn og sólbrúnn. Fyrst í stað datt Jönu í hug, að gest- urinn væri Cromore, vegna þess að Pris- cilla lét í ljós mikla undrun — hún starði og setti frá sér glasið eins og hún væri steini lostin. Þegar gestur- inn — Forest Carsden — heilsaði Pris- cillu, virtist honum einnig verða hverft við. En hann náði strax valdi á sér aft- ur. Priscilla var hin alúðlegasta, og sömu- 58 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.