Heimilisritið - 01.03.1949, Blaðsíða 56

Heimilisritið - 01.03.1949, Blaðsíða 56
og það er ekki liægt að hjálpa manni. Þú munt reyna það sjálf — fyrr eða seinna . . . En hvað ég hata að vera ástfangin!" Hún varð þögul. Það fór hrollur um Jönu við síðustu orðin: „En hvað ég hata að vera ástfangin!" En svo tók Priscilla aftur til máls, eins og hún hefði ekki lokið því, er hún xtl- aði að segja, og spurði: „Þér geðjast vel að John, er það ekki? Síðan kvöld- ið, sem þú fórst mcð honum út, hef ég tekið eftir dálitlu í augum þínum, og ég er hrædd um þig.“ Jafnvel á einmanalegustu stundum hafði Jana neitað að viðurkenna fyrir sjálfri sér hina freistandi þrá, er gerði henni órótt í skapi. Nú fór urn hana hlýr straumur þeirra tilfinninga, sem hún hafði skömmu áður afneitað og hæðzt að í sjálfsvarnarskyni. En þó var óttinn og sársaukinn, er greip hjarta hennar, blandinn unaði. Orð til að neita og játa brutust samtímis fram á varir hennar, en hún þagði. Þegar Priscilla fékk ekkert svar, hreytti hún úr sér: „Auðvitað get ég ekki neytt þig til að gera mig að trúnaðarvini". Svo bætti hún við, eins og til að draga sárasta broddinn úr orðum sínum: „En segðu þá ekki síð- ar, að ég hafi ekki aðvarað þig.“ Þetta voru síðustu orðin, sem þeim fór á milli þetta kvöld. TÍUNDI KAFLI í NÆSTUM þrjár vikur ók Pris- cilla eirðarlaus fram og aftur um land- ið í því skyni að kornast að einhverri niðurstöðu, en var þó engu nær. Aidrei minntist hún einu orði á Cro- more framar, né skeytið frá honum. Jana reyndi hvað eftir annað með stjórnkænskulegri varfærni að rjúfa þögnina, sem Priscilla hjúpaði um sig, milli þess er hún masaði um allt og ekki neitt. En allt kom fyrir ekki, Pris- cilla var ósveigjanleg og afundin. Stundum skeytti Jana ekkert um lagskonu sína en sökkti sér niður í að virða fyrir sér fagurt, síbreytilegt um- hverfið, eins og hún væri í raun og veru í skemmtiferð. En brátt gerði sú tilfinning vart við sig, að það væri skylda hennar að hughreysta Priscillu. Og svo reyndi hún það, en mistókst og fannst hún á ný aum og gagnslaus. Eina nóttina lá hún lengi vakandi og grét. Hún hafði aldrei grátið þannig áður. Það var svo margt, sem oili þess- um gráti, einstæðingsskapur, úrræðaleysi og það, hve framandi hún var í þessu nýja, ókunna landi. En eins og hennar var vandi, tók hún brátt að leitast við að ráða fram úr vandamálunum. Hvort iausnir hennar voru réttar, fannst henni skipta minna máh, henni var nóg að horfast í augu við þau, eins og hún á- leit heppilegast í svipinn. Hvernig gat hún hjálpað Priscillu? Gætt farangurs- ins, ekið bílnum, masað við hana þeg- ar hún vildi? Ef til vdl var þetta allt og sumt, er Priscilla ætlaðist til. Var það nóg? Hún vonaði að ferðalagið tæki brátt enda. I Knoxville sendi Priscilla hana út úr gistihúsinu. Hún hringdi ætíð þegar Jana var fjarverandi. Næsta morgun tók Priscilla við stýr- inu, enda þótt Jana væri vön að aka fyrsta sprettinn. Er þær höfðu ekið 54 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.