Heimilisritið - 01.03.1949, Blaðsíða 33

Heimilisritið - 01.03.1949, Blaðsíða 33
og fyrrum. Hún elskaði Cyrus. „Eg get tekið öllu, sem að hönd- um ber“, sagði hún við sjálfa sig. „Ég elska Cyrus svo heitt, að ég þarf ekki einu sinni að vera hamingjusöm“. Þegar hann kom, staðnæmdist hann í dyrunum og horfði á hana. „Þú hefur grátið1", sagði hann. „Ég gat ekki að því gert. Þú ert eigingjarn harðstjóri. Þú kemur ekki fram við mig eins og ég væri félagi þinn. Þér finnst allt, sem ekki er eftir höfði karl- mannanna, lítilmótlegt. Þú vilt, að ég breytist — verði eins og þú“. „Mimi, heyrðu nú“. „En það verð ég aldrei. Ég myndi ekki einu sinni reyna það. Það var ekki fallegt af þér að hlaupa frá mér á brúðkaups- daginn. Það var ekki skynsam- legt heldur. Það' gaf mér tóm til að hugsa“. Hann stóð þarna í frakkanum með hattinn í hendinni og leit ekki vitund harðstjóralega út. Hann virtist einungis hryggur. „Mér hefur aldrei geðjast að líftryggingum“, sagði hann. „Ég á við, að ríkið ætti að annast slíkt. En þegar þú ert annars- vegar ... Ég keypti mér líf- tryggingu. Ég ætlaði að gefa þér hana í morgun í brúðargjöf, en hún var ekki tilbúin. Umboðs- maðurinn sagðist ætla að að koma til Joe með hana, og ég varð að bíða eftir honum. Ég get ekki hugsað mér, að þú stæðir uppi með tvær hendur tómar — þegar þú ert orðin konan mín, eða réttara sagt ekkja mín. Ég vil sjá fyrir þér, líka þegar ég er fallin frá og get ekki unnið fyrir þér“. Hún kom ekki upp orði. „Þetta er víst fremur óskáld- leg brúð'argjöf“, sagði hann. Hún hristi höfuðið' þegjandi, gekk til hans og þrýsti höfðinu að öxl hans. „Mimi, þú ert þó ekki að gráta?“ Hann tók undir hökuna á henni og leit framan í hana. „Mimi, ég veit ekki, hvort þú ert að gráta, eða hlægja . . . „Ég veit það ekki heldur, Cyrus. Eg veit bara, að ég hef verið flón. Ég hef gert of mikið úr ýmsu, sem engu máli skiptir. Cyrus, ég skal alltaf, alltaf minn- ast þess, að það er bara eitt, sem skiptir máli, og það er, að þú elskar mig, og ég elska þig. Allt annað' er aukaatriði“. „Við lifum í heimi forms- atriða“, sagði hann annars hug- ar og strauk hár hennar. Hún leit upp á hann með tár í augunum. „En aðeins eitt er nauðsynlegt“, sagði hún. PNDJB HEIMILISRITIÐ 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.