Heimilisritið - 01.03.1949, Blaðsíða 36

Heimilisritið - 01.03.1949, Blaðsíða 36
ist að þér, elsku fallegi haninn minn! Þín heittelskandi hæna“. Sophie. Mánud.,------- „Kæra vinkona! Þú munt ekki skilja nokkurn skapaðan hlut í því sem ég ætla nú að skrifa þér. En það gerir ekkert til. Og ef bréf mitt kæm- ist í hendur annarrar konu, gæti hún haft not af því. Hefðir þú verið mállaus og heyrnarlaus hefði ég án efa elsk- að þig lengi. Orsök þess sem fyrir liefur komið er einungis sú, að þú ert hvorugt. Það er allt og sumt. I ástamálum, sjáðu til, hafa draumarnir mál. Og það má ekki trufla mál þeirra með' því að grípa frammí fyrir þeim, sjáðu til. Og þegar talað er saman milli kossanna, truflar maður draum- ana í sálum elskendanna, nema ef eitthvað mjög háfleygt og stórfenglegt er sagt. En háleit orð koma víst sjaldnast út úr munnum fallegustu stúlknanna. Þú skilur ekki neitt í hvað ég er að fara, er það? En því minna sem þú skilur, því betra. Ég held áfram. Þú ert vissulega ein þeirra dásamlegustu og fegurstu stúlkna, sem ég hef liitt. Hvar getur maður séð jafn fögur og dreymin augu og þín? I hvaða augum sér maður jafn mikið af fögrum vonum, og hvar slíkt hyldýpi ástar? Hvergi. Og þegar þú brosir með litla munn- inum þínum, bogadregnu vörun- um, svo að' skín í fílabeinshvít- ar tennurnar, finnst mér sem ég heyri undurfagra hljómlist. Ein- hver óumræðilegur fögnuður gagntekur sál mína. Það er þá, sem þú talar við mig, og það er einmitt það sem veldur mér angurs, skilurðu? Angrar mig meir en orð fá lýst. Ég kysi helzt að sjá þig aldrei aftur. Þú lætur náttúrlega sem þú skiljir ekkert af því sem ég skrifa, ekki satt? En því bjóst ég líka alltaf við. Manstu, er þú komst í fyrsta skipti að heimsækja mig í íbúð mína? Þú varst hýrleg og létt í öllu 1‘asi, fjóluangan fyllti herbergið. Við horfð'um lengi hvort á ann- að án þess að segja orð, svo föðmuðumst við eins og tveir kjánar. Við liöfðum engin orð. Við létum nefnilega verkin tala! En er við skildum, var þá ekki eins og handtak okkar og augu hefðu mál, mál sem engin tunga fær nokkru sinni tjáð. Að' minnsta kosti fannst mér það. Er þú fórst sagðirðu lágt: „Sjáumst fljótt aftur!“ 34 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.