Heimilisritið - 01.12.1949, Page 19

Heimilisritið - 01.12.1949, Page 19
tilbúinn eftir kortér“, sagði hún kuldalega og gekk út úr svefn- herberginu, og hann fór að tína á sig spjarirnar fýlulegur á svip. Þetta var fyrsta alvarlega mis- sætti þeirra í fimm ára hjóna- bandi. Og það var einmitt um jólin, sem þau höfðu farið að rífast. Fyrir viku hafði Pétur, sem nú var kominn hátt á fjórða ár, byrjað að tala um jólasveininn við móður sína og velta fyrir sér, hvað hann vildi helzt fá í jóla- gjöf. Jón hafði ekkert sagt, fyrr en Pétur var háttaður. Þá spurði hann alvarlegur: „Finnst þér það rétt að skrökva að litlu barni og gera það hjátrúarfullt?“ „Skrökva?“ sagði hun undr- andi. „Já, allt þetta bull um jóla- sveininn, greni og mistiltein og gjafir handa öllum. Ef ég á að segja þér mitt álit, þá er allt þetta jólaskvaldur nokkuð, sem prangararnir hafa fundið upp“. „Jólin eru stór, kirkjuleg há- tíð“, sagði Jóhanna alvarlega. „Og því er nú einu sinni þannig varið, að börn elska þessar gömlu jólaverur. Pétur skal ekki verða af jólasveininum og jóla- trénu“. „En þegar hann stækkar, missir hann ekki aðeins trú á jólasveininum, heldur einnig á oklcur, sem höfum talið honum trú um þessa vitleysu“, sagði Jón. Eitt orð spannst af öðru. Jón gætti ekki skynseminnar og varð hávær, og Jóhanna gerði hann ennþá reiðari með kurteislegri en ískaldri ró sinni. Hún hafði af spottandi hógværð látið' hon- um eftir að taka ákvörðun í þessu vandamáli. „Ágætt“, hafði hún sagt. „Þá strikum við jólin út í ár. En vilt þú nú ekki vera svo vænn að útskýra fyrir Pétri, hvers vegna hann fær ekkert jólatré og engin leikföng, og að enginn jólasveinn sé til?“ Hann hafði alls ekki ætlað að halda málinu til streitu, en nú varð ekki aftur snúið. Síðan hafði ekki verið minnzt á jólin, og þau höfðu verið fram úr skar- andi kurteis hvort við annað. Jóhanna var þegar sezt að borðum, er hann kom niður. Ivaffið var heitt og sterkt. Brauðhnúðarnir nýbakaðir og eggin fyrirtak. En hann gat ekki notið neins af því, ekki einu sinni dagblaðsins. Ákærandi þögn hennar kom honum alveg úr jafnvægi. „Um hvert leyti kemurðu heim?“ spurði hún kurteislega. „Við lokum klukkan eitt, en á eftir er dálítil jólaveizla fyrir starfsfólkið eins og venjulega“. HEIMILISRITIÐ 17

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.