Heimilisritið - 01.12.1949, Page 26

Heimilisritið - 01.12.1949, Page 26
Sylvíu tókst aS safna saman heilmiklu rusli, sem hnn sópaSi samvizkusamlega niS- ur iim ristina. Fyndin og skemmtileg smásaga eftir ALICE MEANS REEVE SYLVIA FORTUNE fleygdi bunka af bögglum í sætið í litla, bláa bílnum sínum og skellti aft- ur hurðinni. Þungur svipurinn á laglegu andlitinu varð enn þyngri, þegar hún heyrði kirkju- klukkuna slá tíu. Nú myndi hún koma stundarfjórðungi of seint til hárgeiðslukonunnar. Hún setti vélina af stað', leit UPP °g niður eftir fjölfarinni götunni, sem ljómaði af Kali- forníusólskini, og tók að bakka út úr þvögunni. Um leið og bíll- inn fór af stað, hrökk hurðin, sem hún hafði skellt svo hraust- lega, upp á gátt, og undrunaróp kom Sylvíu til að stanza. Sólbrúnn, ungur maður í ó- hreinum samfesting reis upp af stigbrettinu á næsta bíl og neri bakið gætilega. Svo kom hann að bílnum til hennar. „Hvað á þetta að þýða? Má mað'ur ekki gera við sprungið hjól, án þess að verða drepinn?“ spurði hann æstur. „Það veit ég ekki. Voruð þér það?“ Ungi, hái maðurinn tók blý- ant og þvælt umslag upp úr vasa sínum. „Hvað heitið þér?“ „Sylvía Fortune“. 24 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.