Heimilisritið - 01.12.1949, Síða 31

Heimilisritið - 01.12.1949, Síða 31
Það var að minnsta kosti ætlun hans, en skrúflykillinn var gjör- samlega horfinn. Reyndar fann frú Forune hann í kartöflukörfu, þegar hún var að undirbúa kvöldverðinn. Steve sá ekki „óhemjuna“ síð- ari hluta dagsins, en varð áhrifa hennar var í mörgum leyndar- dómsfullum viðburðum. STEVE VAR naumast byrj- aður á starfi sínu daginn eftir, þegar í kjallaradyrunum birtist vera, angandi af jasmínsápu. „Þarna er hún komin aftur, litla freistinganornin“, tautaði hann með sjálfum sér og hamr- aði rörin í ákafa. „Gaman væri að vita, hvernig hún myndi æpa og sparka ef ég byndi hana þang- að til ég er búinn með þetta?“ „Mér þykir afar leitt að ó- náða yður“, sagði Sylvía engil- blítt, „en mér leiðist svo mikið og ætlaði að ná í gömul blöð til að lesa. Það er stór stafli af þeim bak við ofninn . . . en liggið bara kyrr, ég get sem bezt hoppað yf- ir yður ...“ „ . . . og sparkað í hausinn á mér um leið“, sagði hann háðs- lega, „nei, ég þakka!“ „Þér eruð víst heldur tor- trygginn að eðlisfari“, sagði Sylvía blíðlega. I sama bili hrasaði hún. Hún missti blöðin og var fimm mín- útur að tína þau saman aftur. Um daginn gekk hún seytján sinnum um kjallarann til að sækja og fara með blöð. Þess á milli vann Steve kappsamlega. I átjánda sinn kom hún með ó- sköp lítinn bunka. „Missið ekki móðinn“, sagði hún og reyndi að smeygja sér framhjá honum, „nú eru ekki fleiri eftir“. I þetta sinn stóð' Steve upp, en hún komst ekki framhjá hon- um sökum þrengsla. Mjúkt, svart hár hennar straukst við hökuna á honum. „Farið frá!“ skipaði hún. „Ætlið þér, eða ætlið þér ekki að færa yður?“ Steve sté aftur á bak. Hann var fölur af reiði og brá fætin- um fram um leið og hún ætlaði framhjá honum. Hún missti blöðin og hefði dottið ef hann hefð'i ekki gripið hana. Hún barðist um og sló hann með krepptum hnefunum á brjóstið til að losna. Steve hélt henni fastar að sér og þrýsti allt í einu vörun- um að munni hennar í löngum kossi, sleppti henni síðan skyndi- lega og tók verkfærin sín saman. „Nú erum við kvitt“, sagði hann hörkulega. „Leiðslurnar eru tilbúnar, þér getið hætt ó- friðnum“. Sylvía stóð grafkyrr. Hún HEIMILISRITIÐ 29

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.