Heimilisritið - 01.12.1949, Side 51

Heimilisritið - 01.12.1949, Side 51
Burton þagnaði og snéri sér að mér. „Ertu kunnugur í Kobe?“ spurði hann því næst. „Nei“, sagði ég, „ég fór þar einu sinni um, en var þar bara eina nótt“. „Þá þekkir þú ekki Shioya- Club. A mínum yngri árum synti ég eitt sinn þaðan meðfram strandlengjunni og lenti í Tar- umivíkinni. Það er á fjórðu mílu og nokkuð erfitt vegna strauma, sem eru þar í sjónum meðfram ströndinni. Jæja, ég sagði nú hinum unga nafna mínum frá þessu' og bauðst til að útvega honum atvinnu, ef hann gæti leikið' það eftir. Eg sá, að honum var brugðið. „Þú segist vera sundmaður“, sagði ég. „Ég er ekki vel undir það bú- inn“, svaraði hann þá. Ég sagði ekkert, en ypti öxl- um. Hann horfði á mig góða stund og síðan kinkaði hann kolli. „Klappað og klárt“, sagði hann. „Hvenær viltu að' ég hefj- ist handa?“ „Ég leit á úrið. Klukkan var rúmlega tíu. „Sundið ætti ekki að taka þig meira en rúma klukkustund. Ég ek til víkurinnar klukkan hálf eitt og hitti þig þar. Þaðan fer ég með þig aftur til klúbbsins til að hafa fataskipti og síðan snæðúm við saman hádegis- verð“. „Afráðið“, var svar hans. Við tókumst í hendur. Ég óskaði honum góðrar ferðar, og hann fór leiðar sinnar. Ég hafði talsvert að gera þennan dag og gat með naum- yndum náð þangað í tæka tíð, klukkan hálf eitt. En ég hefði mátt spara mér ómakið', því hann kom ekki“. „Gugnaði hann á síðustu stundu?“ spurði ég. „Nei, hann gugnaði ekki. Hann fór af stað eins og til stóð, en auðvitað var hann búinn að gera útaf við sig með brennivíni og svalli. Straumarnir við ströndina voru honum of erfið- ir viðureignar: Við gátum ekki náð líkinu fyrr en eftir þrjá daga“. . TÉg var orðlaus í nokkur augnablik, steini lostinn. Svo spurði ég Burton: „Vissirðu, að hann myndi drukkna, þegar þú gerðir honum tilboðið um atvinnuna?“ Það krimti í Burton og hann leit á mig með þessum bláu, sak- leysislegu augum og neri hök- una með sinaberri hendinni, er hann sagði: „Ja, ég hafði nú ekkert laust pláss í skrifstofu minni þá stundina“. ENDm/ HEIMILISRITIÐ 40

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.