Heimilisritið - 01.12.1949, Síða 57

Heimilisritið - 01.12.1949, Síða 57
saman í kvöld, þó að þú gctir ekki kom- ið á kapprciðarnar í dag. Ég get fcngið miða á dansleik, sem halda á í kvöld. Þangað kemur margt af heldrafólkinu". Rödd Fergusar var mjög stillileg, er hann sagði: „Ég er hræddur um, að ég sé ekki í skapi til að dansa í kvöld, Marcia“. „Þá það! En fyrr eða síðar verður þú að kveða allan orðróm rúður“. „Það er ekki ætlun mín að skýra þetta á einn eða annan veg, hvorki nú né síðar", sagði hann jafn stillilega og áður. I \ „Ertu gengin af göflunum, Fergus? Langar þig til að missa alla sjúklinga þína og Brittons gamla? Veiztu ekki, að dauði svona þekktrar konu getur eyðjlagt framavon þína, þegar í upphafi, ef þú hefst ekkert að til þess að koma í veg fyrir það?“ „Það cr ekki ætlun mín að gera neitt í þá átt, Marcia". „En hvað um mig?“ sagði hún gröm. „Heldurðu, að það sé skemmtilegt fyr- ir mig að vita vcrstu slefbera borgar- innar hafa unnusta minn milli tann- anna. Hef ég ekki kynnt þig fyrir fjölda af fólki, sem þú þekktir ekki áður, Fergus? Og svo ætlar þú að bregð- ast mér gagnvart öllum vinum mín- um“. „Eigum við ekki heldur að tala út um þetta mál í kvöld?" spurði hann. Ég held, að þú berir lítið skynbragð á siðfræði læknastéttarinnar, góða mín“. „Nægilega mikið til að vita, að þú getur ekki látið frú Dunstan deyja á skurðarborðinu og samt búizt við að halda áliti þínu og aðstoðu meðal heldra fólksine". Ábcrandi reiðitónninn í rödd hennar hljómaði mjög illa í eyrum hans. „Ef ég væri í þínum sporum, Mar- cia“, sagði hann kuldalega, „þá myndi ég fara og horfa á kappreiðarnar. Hest- arnir eru stundum skynsamari en mann-. eskjurnar“. „Þakka þér fyrir, ég ætla líka að gera það“, sagði hún öskuvond og skellti heyrnartólinu á tækið. FERGUS gekk í náttfötunum einum aftur og fram um stofugólfið og reykti hverja sígarettuna á fætur annarri. Ungi læknirinn, sem hafði íbúðina með hon- um, hlaut að vera farinn út fyrir góðri stundu. Við og við neri kötturinn sér upp að fótum Fergusar. Það sem Marcia sagði, hafði haft meiri áhrif á hann en hann gerði sér ljóst. Eða ef til vill var það sem hún sagði ekki eins illt og harkan í röddinni og grimmdarlegur tónninn. Honum þótti hún alltof ung til þess að vera svona slungin. Það var ekki hægt að draga, nema eina ályktun út af þessu — ef þetta var hugsað til þrautar — að það að vera trúlofuð hinum duglega, eftirsótta aðstoðarmanni Brittons læknis, væntanlegum tízkulækni, var tvennt ó- líkt í augum Marciu og að vera trúlof- uð aðstoðarmanninum, sem hafði verið óheppinn í starfí sínu. — Fergus Wyatt læknir var í gær alls ekki slæmur ráða- hagur, jafnvel þótt hann hefði hvorki peninga né góða aðstöðu í þjóðfélag- inu, en í dag var Fergus Wyatt einsk- is virði. Og þetta kom til af því, að ung kona, sem enginn mannlegur máttur hefði getað bjargað, dó í höridum hans. Hann fór til lækningastofunnar, cr hann hafði borðað, og athugað um HEIMILISHITIÐ 55

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.