Heimilisritið - 01.03.1951, Side 15
anu hélt hann aftur heim til
blómanna sinna. Það var vissu-
lega vegna Li-an einnar, að hann
hafði töfrað fram öll hin sjald-
séðu skrautblóm sín.
En dag nokkurn kom, samt
sem áður, þerna Li-an til þess að
kaupa stóran vönd ilmandi rósa.
Po-lam gat ekki stillt sig, hann
varð að spyrjja hana um hús-
móður hennar.
Unga þernan leit á hann og
brosti kankvíslega, og dálítið
ertnislega, til hans.
„Veslings Li-an“, svaraði hún,
„liggur veik heima, og það' mun
vissulega dragast að hún geti
sjálf komið hingað og keypt
blómin sín, sem henni þvkir svo
ákaflega vænt um“.
Hendur Po-lams skulfu á
meðan hann safnaði öllum feg-
urstu rósunum saman í knippi,
öllum þeim rósum, sem hann
vissi að Li-an hafði mest dálæti
á. Unga þjónustustúlkan, er
ekki lét sér dyljast, að hún gæti
sjálf unnið sér inn drjúgan auka-
skilding, ef hún fengi blómin ó-
dýrt, kastaði litlum silfurpen-
ingi í körfu Po-lams án þess að
spyrja fyrst um verðið, en pilt-
urinn sá peninginn ekki; hann
hugsaði alls ekki um annað en
veiku stúlkuna.
„Li-an liggur hreyfingarlaus“,
hélt þerna Li-an áfram — tals-
vert skrafhreyfari núna, þegar
HEIMILISRITI^i
hún þóttist viss um, að bragð
sitt hefði heppnazt, „hún borð-
ar ekkert, sýpur aðeins lítið eitt
af þunnri hrísgrjónasúpu \-ið og
við. Það eina, sem getur glatt
hána, eru blómin. Hana langar
ákaflega til þess að láta bera sig
út í garðinn, út á meðal blómst-
urrunnanna, en læknirinn segir
að hún myndi elcki þola flutn-
inginn“.
Þennan dag hélt Po-lam þeg-
ar í stað heim til sín, eftir að
hann hafði selt blómavarning
sinn. En hvað það var hryggi-
legt, að Li-an skyldi ekki geta
notið yndislegu blómanna í
garðinum sínum. Hann hafði
hreint enga lyst á miðdegisverð-
arrísnum, og undireins og faðir
hans hafði lagt sig, eins og hans
var venja á meðan hiti hádegis-
sólarinnar var allsráðandi, leit-
aði Po-lam kyrrðar á meðal
trjánna sinna og blómarunna. A
meðan hann sat þarna í þung-
um þönkum, varð honum afar
starsýnt á dvergtrén litlu, sem
honum var tekið að þykja
vænna um, en nolckra aðra jurt-
artegund. En hvað það myndi
gleðja Li-an ef hún fengi að sjá
þau. Hann fann á sér, að hún
myndi skilja áhuga hans á þess-
um smáu, yndislegu dvergtrjám.
Ætti hann ekki að senda henni
nokkur hinna fegurstu þeirra?
I skyndi náði hann sér í stóra,
13