Heimilisritið - 01.03.1951, Blaðsíða 48

Heimilisritið - 01.03.1951, Blaðsíða 48
mannlegum vagni ekið að banka nokkrum. Með mikilli virðingu gekk vel klædd kona fyrir bankastjórann og bað hann að lána sér háa peninga- upphæð. Hinn kurteisi banka- stjóri spurði þá, hvaða’öryggi yrði sett fyrir greiðslu fjárins. „Ég er frú Cassie L. Chadwick“, sagði gesturinn. „Ég býst við því, að þér kannist við frænda minn herra Andrew Carnegie.“ Hún dró miða upp úr tösku sinni: „Hér eru tvær kvittanir undirritaðar af honum. Þér get- ið séð, að þær hljóða upp á 750 þúsund dollara. Kannske að þær séu nóg trygging“. Bankastjórinn, sem vissi hvað við átti, sagði að það væri að- eins formsatriði, en hann lang- aði til þess, að einhver ábyrg- ur maður athugaði undirskrift Carnegies. „Maðurinn, sem færði mér þessar kvittanir í morgun, er enn hér í borginni“, sagði frú Chadwich. „Þar sem hann er lögfræðingur Carnegies í New York, býst ég við að hann ætti að þekkja rithönd frænda míns“. Lögfræðingurinn staðfesti undirskriftina og full- vissaði bankastjórann um það, að hann hefði verið viðstaddur undirskrift kvittananna. Cassie fékk lánið. Stundum ympraði Cassie kænlega á því, að hún væri laundóttír stálkóngsins. Vegna þess hve hinar óskammfeilnu kröfur hennar voru sterkar, höfðu bankarnir í fórum sínum kvittanir, sem voru meira en milljón dolara virði, og allar undirskrifaðar af Carnegie. Eftir því sem sannanir juk- ust gegn Cassie, undruðust vin- ir þeirra hjóna, hve Chadwick læknir hefði getað verið grand- varalaus fyrir því, sem kona hans gerði. Rannsókn leiddi í ljós, að hann vissi lítið um einkalíf konu sinnar og ekkert um svik hennar. Hann vissi þó, að hún lifði ekki á tekjum hans, en Cassie hafði einnig slegið ryki í augu hans með hinni gömlu sögu, að hún væri erfingi 5 miljóna dollara. Við réttarhöld frú Chadwick, sem byrjuðu í marz 1905, fletti saksóknarinn miskunnarlaust ofan af leyndardómnum um fortíð hennar. Hann skýrði rétt- inum frá, að hún væri fædd Elizabeth Brigley í Eastwood Ontario. Faðir hennar var fá- tækur bóndi, og fátækt hans var Elizabeth mikill þyrnir í augum. Hún las 1 bókum um hefðarfrúr, og það varð æðsta markmið hennar í lífinu að komast í tölu þeirra. Þegar hún var tvítug, fékk hún kaupmann til að skipta fölsuðum ávísunum, aðeins með 46 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.