Heimilisritið - 01.03.1951, Side 62

Heimilisritið - 01.03.1951, Side 62
hann, cn svo glotti hann illilega. „Þú reyna að gabba mig, hvíta gifta kona!“ sagði hann. „Ég drckka blóð þitt og gera þig kai kai langsim." Joan kunni það mikið í máli hinna innfæddu, að hún vissi að kai-kai þýddi að borða og „langsim" þýddi manna- kjöt. Hún skildi líka á höfðingjanum, að hann trúði henni ekki og ætlaði sér að láta lífláta hana sér til matar, en þrátt fyrir það sýndi hún engin hræðslu- merki. Það fúr samt hrollur um hana, þeg- ar verðirnir, eftir skipun gamla villi- mannsins, ýttu henni nær honurn og hann tók að þukla á henni, með sín- um viðbjóðslegu, vansköpuðu krumlum, eins og slátrari, sem þuklar grip. Svo skipaði hann eitthvað fyrir, og verðirnir tóku að tæta fötin utan af Joan, en þá kom óvænt truflun. „Halló, höfíingi, hvað er hér um að vera? Hvað hefurðu nú náð í?“ sagði ensk rödd. „Almáttugur! Kona! Hvít kona!“ XIV „Vemdari“ JOAN sneri sér við og kom auga á laglegan, veðurbitinn mann, sem minnti helzt á spánskan aðalsmann. Hann hafði rutt sér braut gegnum æstan hóp hinna innfæddu og horfði á Joan stór- um, undrandi augum. Ósjálfrátt hrifsaði hún léreftsjakkann sinn af varðmönn- unum, sem þeir höfðu rifið af henni fyrir andartaki síðan, og huldi naktar herðar sínar með honum. „Kona, hvít kona!“ endurtók sá að- komni, eins og hann tryði ekki sínum eigin augum. „Hvcrnig stendur á þessu?“ Hann beindi nokkrum spurningum að höfðingjanum í höstum róm, en sá gamli pataði með vansköpuðum kruml- unum og var bersýndega mjög reiður. „Tabu! Hvíta kona, tabu!“ sagði hinn nýkomni, og byrsti sig, en bætti svo vjð nokkrum orðum í ströngum tón á máli hinna innfæddu. „Hver er- uð þér? Og hvernig hafið þér komið til Muava?" spurði hann síðan á ensku, og sneri sér að Joan, sem hafði klætt sig í jakkann og var að hneppa honum að sér. „Talið þér ensku?“ „Ég er ensk,“ svaraði Joan. „Mótor- bátinn minn rak á land í ofviðrinu, og nokkrir eyjarskeggjar tóku mig til fanga, og fluttu mig hingað. Höfðinginn er nýbúinn að ógna mér með því að láta lífláta mig og éta. Hver eruð þér?“ „Nafn mitt, kæra ungfrú, er Wil- berforcc Dogle, en ég cr nú þekktastur undir nafninu „svarti Dogle“, svaraði maðurinn. „Éf til vill hafið þér heyrt mín getið." „Mér finnst ég hafa heyrt nafnið, en ég man ekki í hvaða sambandi,'1 svar- aði Joan dálítið utan við sig. I svipinn mundi hún ekki eftir því, hvað Hilary hafði sagt henni um tvo glæpamenn, þá Doglc og Howes, scm höfðu útbúið sér einskonar virki inni á cyjunni og lifðu þar undir vernd ætt- flokks, sem öðru hverju átti í ófriði við ættflokk þann er Hilary ríkti yfir. Koma Dogles var svo óvænt, að hún hafði ekki fengið tíma til að hugsa neitt. Framhald í nœsta hefti. 60 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.