Heimilisritið - 01.03.1951, Blaðsíða 30

Heimilisritið - 01.03.1951, Blaðsíða 30
að rifja upp fyrir mér hið ný- afstaðna þrætuefni okkar. Ég hafði ekki setið svona nema stutta stund, þegar ég allt í einu varð fyrir undarlegum áhrifum, sem smátt og smátt gagntóku mig meir og meir, áhrifum, sem ég gat ekki gert mér grein fyr- ir, það var líkast því sem eitt- hvað sérstakt væri á sveimi í loftinu, ég varð taugaóstyrkur og mér leið illa. Þetta var mjög undarlegt, ég sem var mjög rólegur að eðlis- fari, varð skyndilega óttasleg- inn. Ég reyndi að einangra hug- ann við deilumál okkar, en gat ekkert hugsað. Hver fjárinn var að? Ég var alveg ólíkur sjálfum mér. Það var eitthvað sem olli því að ég varð hræddur og — skyndilega varð ég gagntekinn skelfingu. Ég var allt í einu viss um að líf mitt væri í bráðri hættu. í sama vetfangi staðnæmdist lestin á næstu stöð. Ung stúlka kom inn í vagninn og settist nokkrum bekkjum fyrir aftan mig. Það var eins og koma hennar hefði styrkjandi áhrif á mig og deyfðu hin undarlegu og óhugnanlegu áhrif, sem höfðu gripið mig fyrir stundarkorni síðan. Hvað hafði eiginlega verið að? Ég sneri mér við í sætinu og leit á hana, um leið varð mér litið á þremenningana, og þá allt í einu uppgötvaði ég leyndarmál- ið. Sá sem sat í miðið var dauð- ur, — steindauður. Hinir tveir studdu líkið til að halda því uppréttu og létu sem þeir svæfu. Þegar ég fór að átta mig á þessu, var ég ekki lengi að sjá hvernig í öllu lá. Glæpamennirnir og fórnardýr þeirra höfðu verið einir í vagn- inum, og á milli tveggja stöðva höfðu þeir skotið manninn, og skotið hafði ekki heyrzt vegna skarkalans í lestinni. Áður en þeir höfðu getað rænt hann og komið sér burt, hafði ég komið eins og fjand- in úr sauðarleggnum. Á tímabili höfðu þeir ætlað sér að koma mér fyrir kattar- nef líka, en koma ungu stúlk- unnar bjargaði mér. Ég sá nauð- synina á því að koma okkur báðum* út úr lestinni á næstu stöð, áður en morðingjarnir vöknuðu af hinum „væra svefni“ og gripu til vopnanna. En hvað átti ég að gera? Þetta var auðsjáanlega siðprúð stúlka, og í Ameríku, öðrum löndum fremur, telst það til hinnar mestu ósvinnu að ávarpa stúlku sem maður þekkir ekki. Samt sem áður, þegar við komum á næstu stöð, herti ég upp hugann og reis á fætur. 28 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.