Heimilisritið - 01.03.1951, Side 30

Heimilisritið - 01.03.1951, Side 30
að rifja upp fyrir mér hið ný- afstaðna þrætuefni okkar. Ég hafði ekki setið svona nema stutta stund, þegar ég allt í einu varð fyrir undarlegum áhrifum, sem smátt og smátt gagntóku mig meir og meir, áhrifum, sem ég gat ekki gert mér grein fyr- ir, það var líkast því sem eitt- hvað sérstakt væri á sveimi í loftinu, ég varð taugaóstyrkur og mér leið illa. Þetta var mjög undarlegt, ég sem var mjög rólegur að eðlis- fari, varð skyndilega óttasleg- inn. Ég reyndi að einangra hug- ann við deilumál okkar, en gat ekkert hugsað. Hver fjárinn var að? Ég var alveg ólíkur sjálfum mér. Það var eitthvað sem olli því að ég varð hræddur og — skyndilega varð ég gagntekinn skelfingu. Ég var allt í einu viss um að líf mitt væri í bráðri hættu. í sama vetfangi staðnæmdist lestin á næstu stöð. Ung stúlka kom inn í vagninn og settist nokkrum bekkjum fyrir aftan mig. Það var eins og koma hennar hefði styrkjandi áhrif á mig og deyfðu hin undarlegu og óhugnanlegu áhrif, sem höfðu gripið mig fyrir stundarkorni síðan. Hvað hafði eiginlega verið að? Ég sneri mér við í sætinu og leit á hana, um leið varð mér litið á þremenningana, og þá allt í einu uppgötvaði ég leyndarmál- ið. Sá sem sat í miðið var dauð- ur, — steindauður. Hinir tveir studdu líkið til að halda því uppréttu og létu sem þeir svæfu. Þegar ég fór að átta mig á þessu, var ég ekki lengi að sjá hvernig í öllu lá. Glæpamennirnir og fórnardýr þeirra höfðu verið einir í vagn- inum, og á milli tveggja stöðva höfðu þeir skotið manninn, og skotið hafði ekki heyrzt vegna skarkalans í lestinni. Áður en þeir höfðu getað rænt hann og komið sér burt, hafði ég komið eins og fjand- in úr sauðarleggnum. Á tímabili höfðu þeir ætlað sér að koma mér fyrir kattar- nef líka, en koma ungu stúlk- unnar bjargaði mér. Ég sá nauð- synina á því að koma okkur báðum* út úr lestinni á næstu stöð, áður en morðingjarnir vöknuðu af hinum „væra svefni“ og gripu til vopnanna. En hvað átti ég að gera? Þetta var auðsjáanlega siðprúð stúlka, og í Ameríku, öðrum löndum fremur, telst það til hinnar mestu ósvinnu að ávarpa stúlku sem maður þekkir ekki. Samt sem áður, þegar við komum á næstu stöð, herti ég upp hugann og reis á fætur. 28 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.