Heimilisritið - 01.03.1951, Blaðsíða 38
fáa vini, stjórnarmeðlimur í
fjölda fyrirtækja og er meðlim-
ur í hinum og þessum samtök-
um, en eiginlega bara áhuga-
samur um velferð' Góðgerðar-
félagsins. Fer oft í útreiðartúra,
les
„Nei, heyrið þár nú!“ greip
hann fram í fyrir henni. „Og
svo hef ég ráfað um í þeirri trú,
að einkalíf mitt væri séreign
mín!“
„Það er algerlega ómögulegt
í bæ eins og Claxton! Hér þekk-
ir hver annan ...“
„Hvernig stendur þá á því, að
ég hef ekki kynnzt yður fyrr?“
„Af því að ég er alveg ný-
flutt til bæjarins. Ég er for-
eldralaus, og þar sem viðskipta-
lífið hefur alltaf haft mikið að-
dráttarafl á mig, varð ég afar
glöð, þegar frændi minn bauðst
til að reyna mig sem umboðs-
mann í vátryggingafirma sínu.
En það er ekki um mig, sem
við eigum að tala!“
„Hvenær eigum við að halda
næstu viðskiptastefnu okkar?
Þér verðið að muna, að það
verður að halda viðskiptavinin-
um við efnið! Þér neyðist til
þess að hringja mig upp ... eins
fljótt og mögulegt er! Þér haf-
ið vonandi ekki alltof mikið á
móti því?“
„Nei!“ svaraði Lettie seinlega
og leit niður fyrir sig.
„Ég hef ljómandi hugmynd!“
hrópaði hann og smellti fingur-
gómunum. „Ef til vill borgar
það sig að flytja þetta dynamit
... eða að byggja sérstakan skúr
undir það? Gætuð þér ekki
hugsað yður að heimsækja mig
á sunnudaginn eftir hádegi? Þá
gætuð þér hjálpað mér til að
reikna hitt og þetta út.“
Hann leit brosandi á hana, og
Lettie endurgalt áskorunina,
sem lýsti úr augnatilliti hans.
„Með ánægju!“ svaraði hún
svo.
NÆSTU þrjá daga hugsaði
Lettie oftar um Hugh Barton
heldur en hún eiginlega kærði
sig um. Henni var fullkomlega
ljóst, að það var vonlaust að
reyna að fá hann til að kaupa
tryggingu, og hún ákvað að
heimsækja hann ekki á sunnu-
daginn.
En rétt eftir hádegið á sunnu-
daginn, tók hún samt sem áður
bílinn sinn litla út úr bílskúrn-
um og lagði það snemma af
stað, að hún gat vel verið kom-
in þangað á tilsettum tíma.
Ef til vill var það hið tæra
og bjarta haustloft, ef til vill
var það meðvitundin um að
hafa vel unnið vikustarf að baki
sér ... hún var að minnsta kosti
í skínandi skapi, þegar hún ók
eftir þjóðveginum. En þegar
36
HEIMILISRITIÐ