Heimilisritið - 01.03.1951, Síða 49
því að sýna nafnspjald, sem á
stóð: Ungfrú Brigley, erfingi
1500 dollara.
Fljótt fór hin djarfa Eliza-
beth að heiman. Með fegurð
sinni laðaði hún að sér marga
menn. Hún falsaði ávísun með
nafni auðugs ættingja síns og
var tekin höndum. En í réttin-
um virtist hin granna og lokk-
andi stúlka svo hjálparvana að
dómararnir sýknuðu hana. Eliza-
bet hafði kynnzt valdi fegurðar-
innar.
Með því að látast vera dóttir
brezks herforingja, ekkja jarls
nokkurs og frænka fyrrverandi
forseta Bandaríkjanna, veiddi
hún menn í snöru sína og kúg-
aði síðan miskunnarlaust fé út
úr þeim. Þegar hún var 25 ára
gömul giftist hún W. S. Spring-
steen lækni og tók lán út á
nafn hans og eignir. Hann varð
að selja eignir sínar til að borga
skuldirnar. Ári síðar skildu þau.
Sem frú Devere frá Toledo
táldró hún James Lamb. Hann
veðsetti hús sitt til að gefa
henni peninga. Þegar hann
seldi falsaðar ávísanir hennar,
án þess þó að vita að þær væru
falsaðar, voru þau bæði tekin
höndum. Lamb var sýknaður,
en frú Devere var dæmd 1 níu
og hálfs árs fangelsi. Þrem ár-
um síðar var hún náðuð.
Næst kom hún fram á sjón-
arsviðið sem ekkja C. L. Hoo-
vers. í þetta skipti var hún að
leita að manni, sem gæti gefið
henni auðævi og þjóðfélags-
stöðu, sem hún þráði. Þegar
Chadwich bauá henni hvort
tveggja þáði hún það og byrj-
aði að njóta í fyllsta mæli alls
þess munaðar og óhófs, sem hún
hafði svo lengi þráð. Þá var það
sem upp komst um svik henn-
ar.
Þegar hún hlustaði á saksókn-
arann, hélt hún enn hinni
virðulegu framkomu sinni. Hún
játaði, að hún væri ekkjan, sem
giftist Chadwick lækni. Allt
hitt var uppspuni, sagði hún.
En Cassie var dæmd í 10 ára
fangelsi. í fangelsinu hrakaði
henni fljótt. Á dánarbeði sínu,
tveim árum síðar, lét hún ekki
í ljós neina iðrun yfir því að
hafa eyðilagt líf og mannorð
svo margra manna.
Lítill leyndardómur hvíldi yf-
ir fortíð hennar. En þegar sagt
var frá andláti hennar, kom í
ljós nýr leyndardómur. Það átti
að jarða hana í fátækragrafreit,
en á síðustu stundu borgaði ó-
nafngreindur maður fyrir að
láta flytja lík hennar til Canada
til greftrunar. Þetta var hinzta
sönnun um vald konunnar, sem
eyðilagði líf sitt og svo margra
annarra á svo ævintýralegan
hátt. ENDU!
HEIMILISRITIÐ
47