Heimilisritið - 01.03.1951, Page 51

Heimilisritið - 01.03.1951, Page 51
J' Eg var svo grátlega heilsuhraustur Gamanþáttur eftir Scott Corbett f-----:— ---— ------------------>j Læknirinn viðurkenndi, að það væri ekki við því að búast, að hægt væri að um- gangast slíkan mann til til lengdar. --------------------------------J „GJÖRIÐ ÞÉR svo vel, Jón.“ „Þakka yður fyrir, læknir. Komið þér blessaðir.“ „Sælir — Ó! Æ! Kreistið þér ekki svona fast á mér hönd- ina!“ „Ó, fyrirgefið þér, læknir. Það er alltaf sama sagan, þegar ég heilsa einhverjum með handa- bandi, nú orðið. Ég athuga ekki kraftana. Já, ég er farinn að leika mér að því að hnýta hnút á skeifu, eins og hún væri úr brauðdegi.“ „Fáið yður sæti, Jón. Þér ger- ið mig órólegan.11 „Allt í lagi, ég skal setjast, en meiru get ég ekki lofað. Það eru margar vikur síðan ég hef getað setið kyrr stundinni leng- ur. Mér finnst ég alltaf þurfa að aðhafast eitthvað." „Það sem þér fyrst og fremst þurfið að aðhafast þessa stund- ina, Jón minn, er að segja mér alla sögu yðar.“ „Alveg rétt, læknir. Jæja, ég er bara langtum heilsuhraustari en ég hef gott af. Á morgnana sprett ég fram úr rúminu og er klæddur á svipstundu, stút- fullur af vinnulöngun, og svona er það allan daginn. Um hádegi er ég búinn með það sem ég á að gera. Áður voru vanir að vera himinháir bunkar af allskonar skjölum á skrifborðinu mínu. sem ég átti eftir að ganga frá, en nú orðið er ég alltaf í vandræðum með að hafa eitthvað fyrir stafni. Ég var að verða vitlaus af því, hvað ég hafði lítið að gera, en svo varð einn á skrifstofunni veikur og þá tók ég að mér að vinna hans verk líka. Nú eru allir farnir að líta hornauga til mín á skrifstofunni, því að þeir halda allir — ég held jafnvel forstjórinn sjálfur líka — að ég ætli mér þeirra verk. Sann- leikurinn er sá, að ég er orðinn HEIMILISRITIÐ 49

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.