Heimilisritið - 01.03.1951, Blaðsíða 60
Loks komust þær í annað rjóður, Joan
hélt það að minnsta kosti. En í raun og
vcru höfðu þær farið í hring, eins og
allir, scm villast í frumskógum, og nú
voru þær aftur á sama staðnum, sem
þær höfðu þurrkað föt sín. Yfirkomin
af þreytu kastaði Joan sér niður undir
tré.
„Eg get ekki meira“, sagði hún upp-
gefin. ,,Ég get alveg eins legið hér og
dáið eins og annarsstaðar.
,,Eg fara að finna vatn“, sagði Rena,
sem einnig var uppgefin, og jafnhrædd
og áður. „Þú vera“.
Joan var alltof máttfarinn til þess svo
mikið sem að vara Renu við að villast.
Hún sneri sér á grúfu og gróf andlitið
í handarkrika sínum. Hún hafði beðið
um að fá að deyja, en samt sem áður
fann hún nú, er hún hafði bjargazt
frá drukknun í annað sinn, til ákafrar
lífslöngunar og jafnframt löngunar til
að gera uppreisn gegn þeim örlögum,
sem virtust hafa dæmt hana til að far-
ast í frumskóginum.
Hún hafði óskað sér dauða, og hún
var dauðanum nær en hana grunaði.
Skerandi öskur kváðu skyndilega við
rétt hjá henni, en áður en hún fengi
komizt á fætur, streymdi hópur hálf-
nakinna svertingja að henni úr öllum
áttum með ópum og óhljóðum, sem
kom blóðinu næstum til að storkna í
æðum hennar. Joan var of óttaslegin
til að geta hljóðað, og hún of máttfar-
in af angist til að gera nokkra tilraun
til mótspyrnu, þegar tveir eða þrír þeirra
gripu hana meðan hinir dönsuðu gól-
andi kringum hana og sveifluðu spjót-
um og öðrum vopnum.
Henni fannst það líkast hræðilegri
martröð, er henm var draslað gegnum
frumskóginn. Svo hvarf allt, og hún
skildi eftir á, að hún myndi hafa fall-
ið í ómegin, því að hún mundi ekkert
framar, fyrr en hún varð þess vör, að
hún lá bundin á höndum og fótum í
litlu hreysi með leirveggjum og strá-
þaki. Með erfiðismunum tókst henni
að setjast upp, og þegar hún fór að átta
sig, veitti hún athygli hóp af innfædd-
um mörinum, scm góndu á hana með
glotti og grettum í gegnum dyrnar, en
tveir risavaxnir hermenn, vopnaðir
spjóti og skildi, gættu hennar.
Hún hafði verk í höfðinu, hana verkj-
aði í alla limi og vöðva, og hún var
yfirkomin af þorsta. Þótt merkilegt
megi virðast hafði hræðslan horfið, ef
til vill af því hún var of ringluð til að
gera sér Ijóst, hvað hafði skeð og hvað
kornið gæti fyrir.
„Vatn!“ stundi hún. „Gefið mér
vatn“.
Annar varðmaðurinn sneri sér við os
virtist spyrja hana einhvers, en Joan
skildi náttúrlega ekki hvað hann sagði.
Hún reyndi samt að gera honum skilj-
anlegt hvað hún meinti, með því að
opna munninn og reka út úr sér tung-
una. Villimaðurinn sagði eitthvað glott-
andi við eina konuna, sem stóð í hópn-
um utan við dyrnar. Litlu síðar færði
kerling Joan grasker fullt af vatni og
hélt því að vörum hennar.
Drykkurinn endurnærði Joan, svo að
hún gat farið að hugsa. Hún skildi nú,
að hún hafði verið tekin til fanga af
éinhverjum ættflokki frumskógarins, og
að líf hennar var að öllum líkindum
í hættu. Hún mundi að Hilary hafði
sagt henni, að íbúarnir inni í frumskóg-
58
HEIMILISRITIÐ