Heimilisritið - 01.03.1951, Side 53
— merjið þær þangað til öll
fjörefni í þeim eru marin sund-
ur og saman. Fisk megið þér
líka borða, þegar hann hefur
verið mauksoðinn. í eftirmat
megið þér hafa, hvað sem yður
langar til, og reykið tvo sterka
vindla á eftir.“
„Þér eruð að gera að gamni
yðar, er það ekki?“
„Ég skal segja yður það, Jón,
að mér hefur aldrei verið meiri
alvara en nú. Og á morgnana
skuluð þér borða steikta hveiti-
brauðsneið, kaffibolla og reykja
þrjár sígarettur á eftir. Gætið
þér þess, að hveitið í brauðinu
sé fínmalað og hýðislaust.“
„Ég veit ekki hvað konan mín
segir við þessu.“
„En ég veit, hvað yður er fyr-
ir beztu. Eruð þér annars farn-
ir'að borða hádegisverð núna?“
„Nei.“
„Gott, þá skuluð þér fá yður
kökur eða sneið af franskbrauði
og bjór, eða pylsur, en tyggið
alls ekki pylsurnar, þegar þér
borðið þær, heldur gleypið
þær.“
„Allt í lagi. Ég vildi bara að
þér gætuð gert mig að eðlileg-
um manni aftur — að ég gæti
fundið aftur þessa gömlu og
góðu þreytutilfinningu, þótt
ekki væri nema öðru hverju,
meira fer ég ekki fram á.“
„Ekkert að óttast, Jón minn,
ef þér aðeins farið eftir ráð-
leggingum mínum, getið þér
verið alveg óhræddur um, að
mér skal takast fyrr en varir
að láta yður líða verr!“
ENDIR
v \
ÁRVEKNI MÁ AF HONUM LÆRA
Sóknarpresturinn tilkynnti söfnuðinum, að hann xtlaði sér að taka
nokkurra daga Ieyfi, svo að búast mætti við messufalli næstu tvo sunnu-
daga. Gömul safnaðarkona segir þá gremjulega:
„Fjandinn verður þá ekki iðjulaus á meðan. Aldrei tekur hann sér
frídaga til hressingar; það sýnir sig bezt, þegar sálusorgjn bilar.“
Prestur svaraði: „Ég hugsaði ekki, Guðrún mín, að ég ætti að feta
í hans fótspor."
„Já, því fer nú sem fer,“ scgir kerling, „því að árveknina mættuð þið
þó allir af honum læra.“
HEIMILISBITIÐ
51