Heimilisritið - 01.03.1951, Page 8
við höfum lifað í blekkingu öll
þessi ár, Seikspír ekki síður en
við hin. Við vitum, að hann hef-
ur þrek í sér til að gera þetta,.
en örstutta stund vonum við,
að hann geri það ekki, einungis
til að vita, hvað þá muni gerast,
einungis til að vita, hvort heim-
urinn, sem við höfum byggt
upp, muni hrynja saman.
Það er langt, langt síðan við
settum þessar reglur, og núna,
eftir mörg, mörg ár, förum við
að velta því fyrir okkur, hvort
þær séu réttar, kannski höfum
við líka farið villt vegar allt frá
byrjun. Við vitum að þetta er
list og þetta líkist dálítið liífnu,
en samt er það ekki lífið.
Það væri gaman að vita,
hvort hetja vor verði óhjá-
kvæmilega að hafa á sér þennan
sorgarsvip allt til enda.
Nú sést angistarfullt andlit
ritara Tuma. Það er bæði gam-
all og trúverðugur maður. Hann
hefur þekkt Tuma frá því hann
var krakki. Þetta er gert til að
koma okkur í skilning um,
hvernig statt er fyrir Tuma og
til að orsaka meiri spennu í
hugum okkar.
Svo, í sama tilgangi, kemur
allt í einu meiri hraði í mynd-
ina, hápunkturinn nálgast.
tólfta stundin, örlögin, og
Tommi, sonur Tuma, gengur til
gamla og trúverðuga ritarans
og segist hafa heyrt, að Tumi,
faðir sinn, væri lasinn. Hann
veit ekki ennþá, að faðir hans
veit allt. Þetta er hollivúddskt
augnablik. Tónlistin heyrist
koma úr fjarlægð.
Hann þýtur að dyrunum og
ætlar inn til föður síns, hann,
drengurinn, sem hafði enda-
skipti á alheimslögmálum nátt-
úrunnar með því að hafa kyn-
ferðisleg mök við seinni konu
föðurs síns, síðan bang —
skammbyssuskot.
Nú veit maður, að forseti
Síkagó- og Suðvesturdeildar-
innar er farinn yfir um. Æru
hans er bjargað. Nú verður
hann alltaf mikill maður. Og
enn einu sinni hrósar kvik-
myndaiðnaðurinn sigri. Virðu-
leika tilverunnar verður vand-
lega gætt. Allt' í uppnámi af
fagnaðarlátum. Hollivúdd verð-
ur fær um að framleiða kvik-
myndir fyrir almenning eina
öld í viðbót.
Allt kemur nákvæmlega
heim, það er líka áhrifamikið.
Stanz. Sinfóníutónlist, hönd
Tomma stirðnar á hurðarhún-
inum.
Gamli og trúverðugi ritarinn
veit, hvað hefur gerzt, Tommi
veit það, þú veizt það og ég veit
það, en að vita er ekkert á við
það að sjá. Gamli og trúverðugi
ritarinn tekur þetta eins og
6
HEIMILISRITIÐ