Heimilisritið - 01.03.1951, Page 43
ljós skein á hana . .. og blindaði
hana alveg í fáeinar sekúndur.
,,Nemið staðar!“ æpti hún.
„Nemið staðar! eða ég skýt!“
„Hvert þó 1 logandi ...!“
þrumaði hás rödd.
„í guðs bænum ...!“ sagði
önnur ... sem leit út fyrir að
vera rödd Hughs.
Henni varð aldrei vel ljóst,
hvort það var sú uppgötvun,
sem sló hana alveg út af lag-
inu, eða hvort hún af ásettu
ráði hleypti af skammbyssunni
... það kvað við skot ... ljósið
að utan blindaði hana ... allt
hringsnerist fyrir augunum á
henni, og svo hvarf allt! Hnén
gáfu eftir undir henni ... og
svo leið yfir Lettie 1 fyrsta
skiptið á ævinni!
„ÞETTA ... það var ekki al-
gert yfirlið!” sagði hún síðar,
þegar hún sat inni í dagstofunni
hjá Hugh og vini hans, sýslu-
manninum.
„Nei ... bara tímabundið með-
vitundarleysi!“ sagði hann bros-
andi.
„Ég hef ekki almennilega átt-
að mig á því, hvað þér eigin-
lega voruð að gera þarna inni
í bílskúrnum?“ sagði sýslumað-
urinn.
„Ég ætlaði að eyðileggja
dynamitið!" svaraði hún.
,,Dynamit?“ endurtók hann
og leit á Hugh. „Hefur þú dyna-
mit í kringum þig?“
„Nei ...!“ andmælti hann.
„Þá hefur það bara verið ...!“
Lettie sat dálitla stund án
þess að halda áfram máli sínu,
en spurði síðan, „Hvers vegna
tölduð þér mér trú um það?“
„Til þess að færa ástæður
fyrir því, að ég tryggði ekki hjá
yður!“
„Þér hefur þó tæplega dott-
ið í hug að vátryggja fyrir hærri
upphæðir heldur en þú þegar
hefur gert?“ rumdi í gamla vini
Hughs.
„Hafið þér þegar vátryggt?“
spurði Lettie gjörsamlega him-
infallin. „Já-en, hvers vegna
sögðuð þér mér það ekki strax?“
„Þá hefðuð þér farið undir
eins út aftur, og ég hefði ef til
vill aldrei séð yður framar.“
„Já-en, hvers vegna sögðust
þér ætla í ferðalag í kvöld?“
„Ég ætlaði að fara, en Cham-
bers okkar áleit að það væri
hyggilegra að halda kyrru fyrir
og sjá hvað nóttin bæri í skauti
sínu. Og því sé ég ekki eftir ...
annars hefði ég "kannske ekki
komizt að því, að þér mættuð
hér vopnaðar skammbyssu, og
það í þeim eina tilgangi að
vernda mig ...“
„Það var heimskulegt upp.á-
tæki!“ tautaði hún.
„Fyrirtaks uppátæki ... og
HEIMILISRITIÐ
41