Heimilisritið - 01.05.1951, Page 4

Heimilisritið - 01.05.1951, Page 4
„Böðullinn" Smásaga eftir Maxim Gorki, þýdd af Sigfúsi Daðasyni EITT SINN var ráðinn scm dyra- vörður að opinberu húsi í einni Volga- borginni náungi um fertugt, Vasili að nafni, hann var alltaf. kallaður Rauði Vaska. Hann var nefnilega með eld- rautt hár, og hið stóra andlit hans var á litinn eins og hrátt kjöt. Hann var með þykkar varir og stór eyru, sem stóðu út í loftið eins og handarhöld, og enginn hafði jafn rudda- legt augnaráð og hann; augun vorú lít- il og litlaus, eins og greypt í fituna, og skinu líkt og tveir ísmolar. Þau stungu í stúf við útlit hans, scm bar vott um gott fóður, eftir augunum að dæma var hann alltaf glorhungraður. Hann var riðvaxinn og sterkbyggður og var alltaf í blárri kósakkaskyrtu, mjög víð- um buxum 02 skínandi burstuðum stíg- vélum með fjölda smárra harmónikku- fellinga um öklana. Eldrautt hárið var hrokkið, og þegar hann setti upp sunnu- dagakaskeitið, stóð hárið út undan líkt og sveigur úr gulrótum. Það voru aðeins karlmennirnir, sem kölluðu hann Rauð, stúlkurnar nefndu hann aldrei annað en böðulinn, því það var hans mesta ánægja að misþyrma þcim. Það voru nokkrir æðri skólar í borg- 2 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.