Heimilisritið - 01.05.1951, Side 5

Heimilisritið - 01.05.1951, Side 5
ínni með fjölda námsmanna; þess vegna var ekki aðeins eitt hóruhús, heldur heilt hverfi, meðfram endilangri götu og aðliggjandi stígum og sundum. Vaska var alkunnur í hverfínu; nafn hans kom stúlkunum til að skjálfa af hræðslu, og þegar þær lentu í rifrildi hver við aðra eða við forstöðukonu hóru- hússins, hótaði hún þeim alltaf að hún léti sækja Vaska: — Gætið þið ykkar, ef þið eruð með uppsteit, kalla ég á Rauð .. . Þessi hótun nægði til að halda hinum óþægustu telpuhnokkum í skefjum og fá þær til að láta af sanngjörnum og löglegum kröfum, t. d. um bctri mat og leyfi til að skreppa í bæinn. Og kæmi nú fyrir að þessi hótun nægði ekki, gerði forstöðukonan boð eftir Vaska. Hann kom gangandi í hægðum sín- um, eins og sá, sem ckki hefur neina ástæðu til að flýta sér, og lokaði sig inni með forstöðukonunni, sem skýrði honum frá, hverjar stúlknanna væru brotlegar. Hann hlustaði á skýrslu forstöðukon- unnar og sagði aðeins: — Ég skal sjá um þetta. Síðan hélt hann til þeirra seku. Þær fölnuðu og titruðu, þcgar þær sáu hann, og honum var nautn að skelfíngu þeirra. Ef refsingin fór fram í eldhúsinu, þar sem stúlkurnar borðuðu og drukku teið sitt, þá staðnæmdist hann lengi í dyra- gættinni, þögull og grafkyrr, og þögn hans var álíka hræðileg pynding og misþyrmingin sem á eftir kom. Þegar hann hafði horft á þær góða stund, sagði hann kaldri og hljómlausri rödd: — Masjka! Komdu hingað! — Vasili Mironytsj! grátbændi stúlk- an hann. Lofaðu mér að sleppa! Ef þú snertir mig, þá hengi ég mig . . . — Gerðu það bara, ég skal sjálfur útvega þér snöruna, svaraði Vaska án þess að bregða. Hann fékk þær alltaf til að koma sjálfar. — Ég kalla á lögregluna . . . ég brýt gluggann! æpti stúlkan. -—- Brjóttu bara gluggann, ég skal fá þig til að eta glerbrotin, sagði Vaska. Sii ódæla gafst upp og kom sjálf- viljug til böðulsins, og ef hún gerði það ekki, gekk Vaska til hennar, greip um hár hennar og sneri hana til jarð- ar. Vinstúlkur hennar, —; sem oftast voru henni samsekar — bundu hendur hennar og fætur, kefluðu hana, og síð- an var sökudólgurinn húðstrýktur í aug- sýn allra hinna. Ef grunur lék á, að stúlka væri nógu óskammfeilin til að kæra, var hún barin með breiðri leðuról til þess að húðin spryngi ckki, og blautt lak var lagt um herðar henni til þess að komast hjá marblettum. Það voru líka notaðar sandpokakylfur, sem ollu fórnarlambinu daufum sárs- auka, er þeim var fyrirkomið á þjó- hnöppunum; en þessi sársauki hélzt mjög lengi. Þyn'gd refsingarinnar fór annars allt eins mikið eftir skapgerð þeirrar seku og duttlungum Vaska eins og eftir yfir- sjóninni. Það bar til að hann barði þær djörfustu án þess að aðvara þær'; þess vegna geymdi hann alltaf svipu í hin- um rúmgóðu buxum sínum, hún var með eikarskafti, sem var slirið af langri brúkun, og þrefaldri keyrisól, sem var fléttuð saman við nokkra málmþræði HEIMILISRITIÐ 3

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.