Heimilisritið - 01.05.1951, Blaðsíða 7

Heimilisritið - 01.05.1951, Blaðsíða 7
ofurölvi varð hann aldrei; það var ckki hægt að r<áða niðurlögum hans þannig. Oftar en einu sinni hafði rottueitri ver- ið blandað í mat hans; eitt sinn hafði tilræðið nærri heppnazt — en hann náði sér. Hann snuðraði upþi öil banatilræði; en þess varð ekki vart að liann væri taugaóstyrkur, þó að setið væri um líf hans við hvert fótmál; hann var jafn- rólcgur og grimmur. Hann var vanur að segja á sinn kæruleysislega hátt: — Ég veit svei mér þá, að þið mund- uð éta mig, cf þið gætuð. . . En verið þið bara rólegar, það getur ckkert kom- ið fyrir mig. Og hann glotti hróðugur yfir van- mætti fórnarlamba sinna. Félagar hans voru lögregluþjónar, dyraverðir og snuðrarar, sem oft voru á ferð um hóruhúsin. En enginn þeirra gat kallazt vinur hans, engan sem hann umgekkst tók hann fram yfir annan; hann var jafn-hlédrægur gagnvart þcim öllum. I félagsskap þcirra drakk hann mik- íð öl og sagði ruddalegar sögur úr hverf- inu. Sjálfur fór hann aldrei út úr hús- inu, þar sem hann var ráðinn, nema sent væri eftir honum, til að húðstrýkja eða, cins og það var kallað á mállýzkti hverfisins, ,,hræða“ einhverja stelpuna. ÞAÐ ER augljóst að hatrið og skelf- ingin var mest í húsinu, þar scm Vaska var vörður. Þegar stúlkurnar urðu ölv- aðar, gleymdu þær að gæta tungu sinn- ar og kærðu Vaska fyrir viðskiptavin- unum, en þar scm þeir reyndust sjaldn- ast vera miklir riddarar, bar það engan árangur. Ef þær hófu upp grát ög kveinan, sem barst til eyrna Vaska, stakk hann sínum eldrauða haus inn um gættina og sagði sinni köldu þurr- legu rödd: —■ Hættu þessum uppgerðarlátum. . . — Þinn rauði böðull! Illmennið þitt! hrópaði stúlkan. Að þú skulir þora 'að misþyrma mér svona. Sjáið, herra, um- merkin eftir svipuhöggin — og stúlkan gerði tilraun til að toga blússuna upp. En þá kom Vaska aðvífandi, greip óþyrmilega í handlegg hennar og sagði með sömu rödd: — Hafðu þig hæga! Engin læti hér! Hvaða spangól er þetta? Þú ert full. Þetta var yfirleitt nóg, og aðeins ein- staka sinnum varð Vaska að fara með stúlkuna út. Aldrei fékk nokkur stúlknanna að heyra vingjarnlegt orð af vörum hans, þó að margar þeirra yrðu að svala losta hans. Hann var ekki með neinar vífil- lengjur um málið; ef honum leizt á ein- hvérja, sagði hann aðeins: — Ég kem og sef hjá þér í nótt. Þá hélt hann áfram að koma lang- an eða skamman tíma, en hætti svo skyndilega heimsóknum sínum án nokkurs orðs til skýringar. — Hanri cr djöfull, sögðu stúlkurnar. Hann er allur einn trédrumbur. Hann hafði sængað með öllum stúlk- unum í húsinu, líka Axinju. Og um það leyti sem hún hafði orðið fyrir val- inu, misþyrmdi hann henni af sérstakri illmennsku. Svona heilsuhraust og löt kunni hún vel að meta góðan svefn og átti til að taka sér dálítinn blund í öllum hávað- anum og ósköpunum í salnum. Þegar hún sat þar úti í horni, gat komið fyr- ir að hún færi allt í cinu að einblína HEIMILISRITIÐ 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.