Heimilisritið - 01.05.1951, Qupperneq 12

Heimilisritið - 01.05.1951, Qupperneq 12
hékk silfurúrið hans og tifaði hratt. Niðri á götunni rann sleði framhjá á ískrandi meiðum. Stúlkurnar heyrðust hlæja njðri, og ein þeirra söng hvellri rödd: — „Ég e-elska minn magra stúdent". — Axinja! — Já, hvað var það? — Hcyrðu, við skulum lifa saman. . . — Við gerum það nú, svaraði Axinja sljólega. — Nei, ég meina það ekki, ekki bara á þann hátt. — Jæja, við skulum gera það, sam- þykkti hún. Hann lá lengi þegjandL — Jæja, við förum þú burt og bú- um saman. — Hvert förum við? — Það vcit ég ekki enn. Ég fer í ntál við sporvagnafélagið. Ég fæ bætur, ég á kröfu til þess cftir lögunum. Svo á ég pcninga sjálfur, sex hundruð. — Hvað mikið, sagðirðu? — Sex hundruð. — Guð! sagðj stúlkan og gapti. — Ja-á, það er nóg til að opna hús, og svo koma bæturnar að auki. . . . Við förum til Simbirsk eða til Samara . . . og svo opnum við fínt hús. . . . Það verður fínasta húsið í bænum . . . Við látum borga fimm rúblur í aðgangseyri. — Ertu kolvitlaus, flissaði Axinja. — Heimskinginn þinn! Það verður eins og ég segi. Ef þú vilt, þá giftum við okkur. — Hvað segirðu! hrópaði Axinja og glenntj upp augun. — Við giftum okkur, svaraði Vaska, áberandi órólegur. — Við? — Já, auðvitað! Axinja rak upp skellihlátur. Hún hossaðist á stólnum, lagði hendur á mjaðmir og hló djúpum, drunandi hlátri. sem skyndiiega varð að hvellum skræk, sem sjaldan kom fyrir. — Að hverju ertu að hlæja? spurði Vaska og græðgissvipurinn kom aftur í augun. Hún hélt áfram að hlæja. Að hverju ertu ciginlega að hlæja? spurði hann aftur. Loksins tókst henni að stilla sig svo mikið að hún gat svarað: — Að þú ætlar að giftast mér? Ertu genginn af vitinu? I þrjú ár hef ég'ekki stigið fæti mínum í kirkju. Bjáni! Ég er líka konuefnið þitt! Eigum við líka að eiga börn? Hugsunin um börnin kom henm til að rcka aftur upp æðisgcnginn hlát- ur. Vaska horfði á hana, en sagði ekk- ert. — Heldurðu að ég fari nokkuð með þér? Þú ert kolvitlaus. Strax og þú hef- ur komið mér langt í burt, murkarðu úr mér lífið. Það cr þín bezta skemmt- un að murka lífið úr fólki. — Vcrtu ekki að tala um þetta, sagði Vaska lágt. En hún hélt áfram að tala um grimmd hans og tilfærði nokkur dæmi. — Ó, haltu þér saman, sagði hann, fyrst biðjandi; en þegar hún hélt á- fram engu að síður, hrópaði hann hásri röddu: Haltu kjafti, Axinja, í djöfuls nafni! Það kvöld töluðu þau ckki meira saman. Um nóttina var Vaska þungt haldinn og hafði óráð. Það korraði niðri í honum. Hann gnísti tönnum og sveifl- aði hægri hendinni í kringum sig, svo 10 HEIMILISRITIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Heimilisritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.