Heimilisritið - 01.05.1951, Side 17

Heimilisritið - 01.05.1951, Side 17
einnig seldu gistingu, földu Car- touche og menn hans, þegar leitin að þeim varð of áköf. En þeir voru ekki einu hjálpar- mennirnir. Því var haldið fram, að minnsta kosti helmingur lögreglunnar væri í þjónustu hans, að flestir varðmenn væru njósnarar hans, og að fjöldi embættismanna þægi mútur af honum. Það skipti þó mestu máli fyrir hann, að allur al- menningur var á hans bandi. Hann hafði líka, og ekki með öllu óverðskuldað, fengið orð á sig sem „göfugur ræningi,“ sem tæki frá þeim ríku og gæfi þeim fátæku, og raunar var ó- vild almennings í garð stjórnar og embættismanna og einkum skattheimtumannanna svo djúp, að fólk gladdist, þegar einhver gat boðið þeim byrginn. Nótt eina rakst Cartouche á mann, sem var í þann veginn að fleygja sér í Signu og drekkja sér. Hann fékk að vita, að mað- urinn ætti að greiða 27.000 franka daginn eftir, ella myndi hann settur í fangelsi. „Farið nú heim og stefnið skuldheimtumönnum yðar til yðar klukkan tíu annað kvöld, þá skal ég borga,“ sagði Car- touche. Maðurinn þakkaði af hrærðum huga. Cartouche kom og sá stofuna fulla af skatt- heimtumönnum og peningaokr- urum, og hann greiddi 27.000 franka og lét þá gefa viður- kenningu. Síðan lét Cartouche hinn hamingjusama mann fara að hátta, en fór sjálfur með skuldheimtumennina 1 vín- kjallara, til að drekka skál kon- ungsins. Á dimmu götuhorni réðist flokkur vopnaðra manna á hópinn, barði innheimtumenn- ina svipum og hafði á brott með sér 27.000 frankana. Þetta var auðvitað flokkur Cartouche. Þó almenningur hefði mikl- ar mætur á Cartouche, stóð lögregluþjónunum mikil ógn af honum. Hann hlífði þeim ekki, hann mat líf þeirra einskis og þeir voru aldrei öruggir um sig. Eftir að honum hafði tek- izt að ræna afarmiklu fé úr höll skattkaupanda eins, voru 20.000 frankar lagðir til höfuðs honum, og boðberar riðu um stræti og torg og kunngerðu þessi tíðindi frá þinginu. Þegar þeir komu á torgið fyrir fram- an Notre Dame og nefndu nafn Cartouche, hrópaði rödd ein: „Cartouche, það er ég.“ Á næsta andartaki lögðu boðberar, lög- regla og borgarar á flótta. Óteljandi eru sögurnar um fífldirfsku hans. Eitt sinn hafði lögreglan elt hann í átta sólar- hringa, og hann langaði mjög til að sofa í sómasamlegu rúmi. Ung stúlka, sem var j flokki HEIMILISRITIÐ 15

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.