Heimilisritið - 01.05.1951, Síða 18

Heimilisritið - 01.05.1951, Síða 18
hans, var herbergisþerna hjá markgreifafrú de Boufflers. Kvöld eitt, er hún var úti, um- kringdi flokkurinn húsið, Car- touche læddist inn til gömlu frúarinnar, sem varð skelfd af að sjá manninn með skamm- byssu í beltinu. „Frú,“ sagði Cartouche, „ég er hinn alræmdi ræningi, Louis Dominique Car- touche. Mig langar afar mikið til að sofa í almennilegu rúmi í nótt. Herbergisþerna yðar er ekki heima, þjónn yðar ekki heldur, ég legg mig í hans rúm. Yður verður ekkert mein gert, en yður þýðir ekki að hrópa á hjálp, því húsið er umkringt. Ég fel mig um stund í hliðar- herberginu, látið þjónustufólk yðar leggja á borð. Ég er svang- ur.“ Þetta var gert, Cartouche borðaði af góðri lyst, gamla frú- in hafði næstum gaman af þessu og sagði í sífellu: „Eruð þér virkilega Cartouche!“ og síðan lagði Cartouche sig í rúm her- bergisþjónsins og svaf til morg- uns. Átta dögum seinna fékk frúin körfu með kampavíns- flöskum, ásamt bréfi, sem í stóð: „Frú greifynja, kampa- vínið yðar er ekki gott. Hér er betri tegund. Þakka fyrir síðast. Gestur yðar, Louis Dom- inique Cartouche." í Quinquampoix-götu var á J6 þessum tíma einskonar kaup- hallarstarfsemi, sem lögreglan hélt vörð um og átti að inn- heimta vissan skatt af öllum- kaupum. Cartouche og nokkrir af mönnum hans komu á stað- inn, dulbúnir sem lögreglumenn og rændu öllum peningum spá- kaupmannanna, yfir hálfa milj- ón franka. Eftir það ramavein, sem nú var rekið upp, varð stjórnin að gera sitt ýtrasta. Mörgum herdeildum var boðið út, og Cartouche fannst í neð- anjarðargrjótnámu. Hann flúði gegnum hana og nokkra vín- kjallara og komst inn í hús auð- manns eins. Það var umkringt, og hermenn tóku sér stöðu á næstu húsþökum, nú skyldi Cartouche ekki sleppa. En þessi frái, liðugi, litli maður smaug upp um skorsteininn, sté upp á hann og hélt háðulega ræðu yfir hermönnunum. Svo hljóp hann eftir þökunum og hvarf niður um skorstein, kom nið- ur í eldhús, fann eldasveins- búning, fór í hann og gekk út úr húsinu. „Hafið þið náð Car- touche?“ spurði hann hermenn- ina á götunni. „Nei, en við höf- um hann í hendi okkar.“ „Þið náið honum nú samt ekki,“ sagði Cartouche og gekk blístrandi á burt. Enginn þekkti París eins vel og hann, hann þekkti allar stein- HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.