Heimilisritið - 01.05.1951, Side 30

Heimilisritið - 01.05.1951, Side 30
r þá cr það ills viti. Að drcyma sig hálshöggvinn boðar skjóta breyt- ingn á höguni manns, og einnig að líkindum vanvirðu. Dreymi rnann, að hann sé sjálfur myrtur, er það þeim sem myrti fyrir hryllilegum örlögum. (Sjá Morð) DRÁTTARBÁTUR. — Hf þig dreymir að þú sjáir dráttarbát mcð skip í togi, máttu vera viss um að allar tilraunir þínar til þess að hjálpa fjölskyldu þinni muni reynast árangurslausar. Ha'ltu áfram að gera þitt bezta, en íþyngdu þér ekki með vonlausum áhyggjum. DREKI. — Dreymi stúlku dreka, ætti hún að vcra á varðbergi fyrir manni, sem verður mjög ástleitinn við hana, því að hann hyggur flátt. DROTTNING er karlmanni fyrir því, að hann eignast einbeitta og myndarlega konu. Yfirleitt er draumur um drottningu þú fyrir nýrri og góðn vináttu eða raunalétti, jafnvel hækkun í mannfélagsstig- anum. Elskendum er slíkur draumur oft fyrir giftingu. DRUKKNUN. — Dreymi mann að hann sé að drukkna er það heilla- tákn; líf hans verður mjklu léttara en hann álcit. Stnndum cr drukkn- un fyrir því, að dreymandinn fer af landi burt og farnast vel í öðru landi. Annars boðar drukknun í draumi andstreymi, að sumra áliti. DRUNGI. — Ef þig dreymir að dagurinn sé mjög dimmur og drunga- legur, cða að þú sért í skuggalcgu herbergi, mun þér brátt gefast gott tækifæri, sem þú skalt ekki láta ganga þér úr greipum. DRYKKIR. —• Ofheitir, ofkaldir, beiskir eða óhreinir drykkir eru fyrir sjúkdómi eða öðru mótlæti. Drckka kalt vatn: falskir vinir. Drckka kaffi eða sæta drykki: slæmar fréttir. Drekka mjólk eða gott vín: auðlegð og ágæt atvinna. Kasta .upp drykk: atvinna og eignir í hættu. Oft cr það svo, að drcymi mann að hann sé að drekka, mun leiður og löngu liðinn atburðtir rifjast upp aftur og hafa furðuleg áhrif á líf mannsins. (Sjá Vtn, Bjór, 01, Vatn, Olvun). DÚFA. — Það er mikið gæfumerki að drcyma dúfu, einkum ungri stúlku, því hún mun giftast þcim sem hún ann mest og eiga barnaláni að fagna. Að sjá dúfu drepna. getur verið fyrjr dauða dreýmandans. Að sjá þær fljúga boðar oft sendibréf. Stundum eru dúfur í draumi aðvörunarmerki — dreymandinn ætti að gæta þess að stilla bctur skap sitt Sjá tlúfur daðra: uppfylling óskar og gleði. Eignast dúfur: hamingjusöm ást. DULBÚNINGUR. — Ef þig dreymjr að þú dulbúir þig í einhverjum tilgangi, er það oft fyrirboði þess, að þú kemur innan skamms á heimili, þar sem syrgjendur eru. DVERGUR. — Það cr að flestra dómi hamingjutákn að dreyma dverg, boðar góða heilsu og afkomu. Þú hefur þá svo góða vernd, að þótt þú aílir þér óv.ina, geta þeir ekkcrt mein gert þér. Sumir telja reynd- ar að það sé óheillamerki að dreyma dverga. (Frh. t luesta hefti) v__________________________________________________________________________i 28 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.