Heimilisritið - 01.05.1951, Blaðsíða 35

Heimilisritið - 01.05.1951, Blaðsíða 35
stéttarmálari sat og lagði síð- ustu hönd á skip íyrir fullum seglum. A mottu við hlið hans sat flekkóttur hundur með' biðj- andi augu, eins og hann væri að biðja um aura, Nokkrir lágu í derhúfu við fætur hundsins. Grigson hægði á sér og leitaði í vasa sínum. Hann skyldi koma náunganum á óvart. Hann fleygði skínandi shilling í húf- una, þar sem hann glitraði inn- an um koparpeningana. Málar- inn kom auga á hann. Hann leit upp brosandi og bar höndina upp að enninu. „Þakka, herra. Þakka innilega“. Einu sinni höfðu báðir þráð það sama — nú var hvor um sig ánægður með sitt hlutskipti. Eitthvað í röddinni kom Grig- son undarlega kunnuglega fyrir. Hann hafði heyrt svona rödd fyrir löngu, við aðstæður .... hvaða aðstæður voru þaðP Hann snarstanzaði og leit niður á and- lit mannsins. Það var fölt og magurt með undarlega drengja- legu brosi, sem birti skörðóttar og dökkar tennur. Skolgrátt hár- ið liðaðist óreglulega aftur frá hrukkóttu enninu. Hann kann- aðist ekki við neitt í andlitinu. Það var röddin, sem hreif hann og vakti upp sárar endurminn- ingar. Hvar hafði hann heyrt hana áður? Maðurinn hafði aftur snúið sér að verki sínu, eftir að hafa stungið silfurpeningnum í vas- ann. lltstæð herðablöðin sýnd- ust í þann veginn að stingast gegnum velktan jakkann. Hann var byrjaður á nýrri mynd, vangasvip ungrar stúlku, og liann dró aðaldrættina hratt af langri æfingu. Myndin var frábær að öðru en því, að muniiurinn var of stór. Hálsinn var langur og tigulegur. Grigson stóð og virti fyrir sér höndina með krítarlitinn, sem dró myndina á gangstéttina. Allt í einu rann upp fvrir Grigson hver maðurinn var. Og það var slíkt áfall, að hann titraði. Þetta var Jim Hatherly, vinur hans frá námsárunum í París! HEIMILISRITIÐ .33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.