Heimilisritið - 01.05.1951, Síða 36

Heimilisritið - 01.05.1951, Síða 36
I þessari andrá leit Hatherly upp og sá með undrun, að mað- urinn horfði enn á verk hans. Tillit þeirra mættust. Grigson sá enga við'kennslu í augum hins. Hann gekk hratt í burtu. Hann hægði ekki á sér fyrr en hann var kominn yfir göt- una og inn um hliðið á Græna- Garði. Þá leit hann í kring- um sig eins og hann hefði geng- ið burt frá kvnlegum draumi ..... Að sjá Hatherly oftur! Hatherly! Og svona kominn! Hann var fremur ánægður með sjálfan sig fyrir að hafa þekkt hann aftur. Það voru fáir, hugsaði hann, sem myndu hafa séð nokkra líkingu með þessari gráu, krjúpandi mannveru á gangstéttinni og hinum lífsglaða Hatherly æskuáranna, íturvax- inn og með svo fjörmiklum' og áköfum svip, að manni varð' á að brosa við honum. Grigson hugsaði til hins dapurlega, tekna andlits með dökku tennurnar og’ djúpu ennishrukkunum. Hather- ly var þó á aldur við hann sjálf- an! Þeir voru báðir fjörutíu og tveggja. Fyrir tuttugu árum höfðu þeir verið listnemendur í París — óaðskiljanlegir vinir, og báðir verið ástfangnir af Nóru Blake. Grigson gekk að bekk og sett- ist. Hann kveikti sér í sígarettu. Þegar sólargeisli ljómaði á gull- sígarettuveskinu lians, minntist hann með sársauka handarinn- ar, sem hélt um krítarlitinn. Vesalings Hatherly — vesalings Jim — svona var þá komið fyrir honum! Grigson tók sárt til hans, þó hann fyndi enn til tuttugu ára beiskju. Það var kyrrlátt í garðinum, trén voru nýútsprungin. Hann reykti og hugsanir hans leituðu til liðins tíma. Hann var gervilegur maður og vel vaxinn, þótt hann væri orðinn nokkuð feitlaginn. Svip- urinn bar vott um stolt, en var þó fremur dapur. Hann var hraustlegur og tennurnar hvítar og jafnar. Hann hafði að'eins unnað einni konu, og af því hann fékk ekki að njóta hennar, liafði hann aldrei kvænzt. Hann sagði sjálf- um sér, að listin væri honum nóg, en fyrir kom að hann spyrði sjálfan sig, hvort myndir hans væru nógu góðar til að vera hon- um allt í öllu. En vel hafði hon- um vegnað. Málverk hans af hefðarkonum voru svo vinsæl, að hann fékk offjár fyrir þær. Stöku sinnum teiknaði hann kápumyndir á tímaritin, sem hæst borguðu, og Hilton Grig- sonstúlkan var orðin velþekkt. Hann átti fallega íbúð í New York, ferðaðist þegar hann lang- aði til, átti vini í mörgum lönd- 34 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.