Heimilisritið - 01.05.1951, Page 38

Heimilisritið - 01.05.1951, Page 38
svo liíandi, að svo var sem það þyrlaðist upp á \ ið í dansandi lokkum. Hún var grönn og frá- bærlega vel vaxin. Röddin. . . . Hatherly liafði lýst henni sem engiarödd, og nú fannst Grigson hið sama. Iíún var prestsdóttir og átti að fá að dvelja eitt ár í París við málaranám. Og hvílíkt ár hafði það verið! Grigson og Hatherly fannst þeir gamlir í hettunni, og hún lei't á þá sem véfrétt og sam- sinnti öllu, sem þeir sögð'u, skil- yrðislaust. Þeir fóru með hana um allt, leiðbeinendur hennar, verndarar og félagar. Þeirn fannst, að aldrei mvndi hafa verið eins fullkomin þrenn- ing. Grigson stóð bezt að vígi, hann kunni rnest í frönsku og þekkti París lít í yztu æsar. Nóra bæði leit upp til þessara ungu manna og var þeim senr móðir. Hún var aldrei of þreytt til að sitja fyrir hjá þeim. Þeir fundu báðir, að teikningar þeirra af Nóru voru þeirra beztu mynd- ir. Hatherley var þeirra skarp- skyggnastur. Hann hafði lesið meira en þau, og hann beindi stundum talinu að alvarlegum efnum. Hann virtist aldrei iðr- ast neins, sem hann hafði gert. Hann lifði hvern dag eins og honurn þætti fyrir að sjá af hon- um að kvöldi. Hann var fátæk- 36 astur þeirra þriggja og óprúttn- astur. Astin, sem félagslyndi þeirra hafð'i tafið íyrir um tíma, kvikn- aði í hjörtum Grigsons og Hat- herly um svipað leyti. Hvor um sig fann hana hjá sjálfum sér og hinum, en leyndu þeirri vitn- eskju. Hatherly veiktist svo af háls- bólgu. Hann var ekki jafn hraustbyggður og Grigson, og veikin lágðist þungt á hann. Á móti vilja hans sendu þau eftir lækni. Hann var látinn liggja í rúminu með ísbakstra við liáls- inn. Nóra lijúkraði honum og hætti náminu í hálfan mánuð. Grigson fannst hann einn og vf- irgefinn. Þegar hann kom heim, læddist hann á tánum inn í her- bergið, og þá sat stúlkan þar ætíð. Einu sinni kom hann að henni, er hún var að teikna höf- uðið á Hatherly sofandi. Kvöld eitt kom hann inn án þess þau sæju. Nóra var að' út- búa baksturinn, hún var föl og þreytuleg. Grigson hafði aldrei séð hana slíka áður. Það var blíðlegur raunasvipur á andliti hennar, og í augum Hatherlys var líka eitthvað, sem líktist ástarbjarma. Þau hrukku við og heilsuðu Grigson. „Honum líður betur“, sagði hún og brosti. HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.