Heimilisritið - 01.05.1951, Síða 40

Heimilisritið - 01.05.1951, Síða 40
Þau fóru í land og borðuðu í veitingahúsi. Þau voru allt í einu orðin hamingjusöm og hlógu og röbbuð'u. ,,Ég hefði gaman af að vita, hvernig ævi okkar verður“, sagði Nóra. „Hugsa sér — við komum hingað frá Donegal og Sussex og Ohio og verðum vinir!“ „Við verðurn alltaf vinir“, sagði Grigson. „Hvar sem við förum og hvað sem við gerum, munum við allt- af minnast þessa dags“, sagði Hatherly. „Við munum minnast hans, þegar við erum orðnir feit- ir og frægir, og segja hvor við annan: „Manstu daginn á ánni, þegar Nóra borðaði þessi ósköp og það var rautt hagþorn í full- um blóma rétt við borðið okk- ar?“ Grigson tók allt í einu eítir, þarna sem hann sat á bekknum í garðinum, að hann starði á rautt hagþorn í fullum blóma og eitt andartak var hann utan við sig. Hvar var hann? Hafð'i hann í rauninni séð Hatherly? Hvað voru margir dagar eða ár liðin síðan þetta atvik við ána átti sér stað? Hann sá gárurnar á ánni, unga fólkið þrennt í árabátnum á leið niður ána, og sólin var falin bak við gullin ský í vestri. Nóra vildi umfram allt róa. Það var létt nú, því þau héldu undan straumnum. Nú sat Grigson í skutnum, liann virti með beiskri afbrýði fyrir sér andlit hennar með'an hún reri. Ó, ef þau væru bara tvö! En þarna sat Hatherlv í stafninum og hugsaði einnig um hana. Grigson þóttist viss um það. Það glitraði á ána og vor- kvöidið var hljótt. Nóra raulaði írskt lag. Það var sem þau liðu áfram í draumi. Þau nálguðust grein, sem hékk út yfir ána, og Grigson hrópaði til stúlkunnar að' vara sig, en um seinan. Onnur árin rakst í, og bæði Grigson og Ilatherly spruttu upp til að hjálpa. í næstu andrá voru þau öll í ánni. Nóra var undir bátnum, og hún kunni ekki að synda. Hún hróp- að'i í skelfingu: „Bjargið mér, bjargið mér!“ Öll voru þau upp- gefin, er þau náðu landi. Báðir höfðu lagt sig fram um að bjarga henni, og næstum bar- izt um hana í vatninu. Þegar þeir lágu hjá henni á árbakkan- um, voru þeir fullir af þrá til hennar og afbrýði hvor gagn- vart öðrum. Grigson lá með andlitið í gras- inu. Hann heyrði Nóru gráta og það gerði hann óðan. Hún lá á milli þeirra. Grigson reisti sig. allt í einu upp og leit niður í andlit henni. Hann gat ekki 38 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.