Heimilisritið - 01.05.1951, Side 41

Heimilisritið - 01.05.1951, Side 41
hindrað' sjálfan sig í að segja það, sem hann sagði. „Veldu!“ hrópaði hann næst- um. „Veldu milli okkar núna! Þetta verður að taka enda. Þú verður að velja milli mín og Hatherly og vera fljót“. Hún lá endilöng í rennvotum fötunum. Hún hreyfði sig elcki, nema fingurna, sem slitu upp grasstrá. „Veldu!“ endurtók hann. „Eg hef þolað allt sem ég get!“ Röddin var rám, næstum ruddaleg. Þá rétti Nóra höridina yfir til Hatherlys. „Eg vel hann“, sagði hún. Hatherly hafði ekki snúið sér að henni eða sagt neitt. Eítir tuttugu ár fór sársauki um Grigson af að rifja upp þessa stund. „Gott og vel“, sagði hann. „Þú hefur valið“. Hann staulaðist á fætur og gekk burt frá þeim án þess að líta nokkru sinni við. Hann gekk klukkutímum saman fram með ánni og langaði til að fleygja sér út í hana. Þegar hann kom heim í her- bergi sitt, fann hann miða frá Nóru á borðinu: „Kæri Grig! Eg varð að velja Jim, af því ég elska kann meira. Eg held það liafi byrjað þegar hann var veíkur. Reyndu að fyrírgefa mér. Við förum burt. Nóra“. Þau voru farin. Hann hafði hvorugt þeirra séð síðan. Ekki fyrr en í dag. Og Hatherly var svona kominn — gangstéttamálari! Og hvar var Nóra. Höfðu þau nokkurn tíma gifzt? Honum fannst sem snöggvast huggun í þeirri von, að þau hefðu aldrei gifzt. Hann langaði til að líta á Hat- herly aftur. En úr öruggri fjar- lægð. Það væri of miskunnar- laust að láta Hatherly verða að ])ola auð'mýkingu af enduríund- unum. En hann langaði að hjálpa honum. Þegar hann gekk gegn- um garðinn, kenndi hann æ meir í brjósti um hinn fallna meðbiðil. Hann stóð rétt utan við hlið- ið og virti Hatherly íyrir sér, í heilan stundarfjórðung. Hann var töfraður af honum. Hatherly hafði brett upp kraganum og látið á sig húfuna. Hann borðað'i þykka brauðsneið og gaf hundinum af og til bita. Grigson þoldi þetta ekki lengur. Hann sneri burt og gekk liægt yfir í Ritzhótelið, þar sem hann dvaldi. Hatherly hélt kyrru fyrir, þar til umferðin tók að minnka. Þá reis hann stirðlega á fætur, safn- aði saman myndum sínum og HEIMILISRITIÐ 39

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.