Heimilisritið - 01.05.1951, Page 44

Heimilisritið - 01.05.1951, Page 44
Hofgyðja Ammon-Ras Greinarkorn, aðeins á þessari siðu, eftir ERIC PERRY IvONU, sem er látin fyrir 3.500 árum, hefur verið kennt um að vera völd að dularfullum sjúkdómum, slysum, dauðsföll- um og peningatöpum. Það virð- ist fjarstæða, en dæmið nú sjálf. Konan, sem er skráð nr. L 22.542 í safnskrá brezka þjóð- minjasafnsins, var egypzk prins- essa og hofgyðja í hofi guð'sins Ammon-Ras í Þebu. Smurður líkami hennar fannst við forn- leifagröft, í byrjun þessarar ald- hr. Nokkrum dögum eftir að múmían fannst, missti einn af leiðangursmönnunum hægri handlegginn. Annar dó af óút- skýrðum orsökum sama ár. Sá þriðji var myrtur skömmu síðar. Þegar eigandi múmíunnar kom aftur til Englands, frétti hann, að aleigu hans hafði verið stolið. Þegar múmían var komin til Lundúna, var hún send til ljós- myndara, sem nokkrum tímum seinna kom askvað'andi til eig- andans í ástandi, sem nálgaðist æði. Hann hafði ljósmyndað múmíuna, framkallað filmuna og gert kópíur. Enginn hafði snert á mvndavélinni nema hann og enginn hafið komið inn í myrkraklef ann. Lj ósmyndirnar sýndu ekki skorpið höfuð mú- míu, heldur andlit lifandi konu sem logaði af heift. Ljósmynd- arinn dó nokkrum vikum síðar úr sjúkdómi, sem læknisfræðiu gat ekki útskýrt. Skelfingu lostinn ákvað' eig- andi múmíunnar að losa sig við hina óheillavænlegu prinsessu. Hann gaf liana brezka þjóð- minjasafninu. Sendillinn, sem flutti múmíuna, dó viku síðar. Orðrómur fór að berast út um múmíuna. Fleiri og fleiri héldu því fram, að þeir hefðu orðið fyrir slysum, þó að þeir heíðu ekki gert annað en horfa á hana. Lhn þetta leyti fór starfslið safnsins að verða §kelkað og bað um leyfi til að flytja múmíuna burt. Safnstjórnin lét fela hana og koma fyrir í stað hennar vel gerðri eftirmynd. Amerískur egyptolog kom upp um bragðið', og tilboði hans um að fara með múmíuna til Ameríku var góð- fúslega tekið. Nokkrum dögum síðar lauk sögu hinna dularfullu fyrirburða í sambandi \dð hina 3500 ára gömlu prinsessu fyrir fullt og allt á gufuskipi, sem var á leið til Ameríku. Asamt farþegum og áhöfn hvílir múmían nú á hafs- botni. Þér viljið' fá að vita, hvað skipið hét. Titanic. F.N’DIH 42 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.