Heimilisritið - 01.05.1951, Page 46

Heimilisritið - 01.05.1951, Page 46
hvað langt yrði að bíða morg- ungöngunnar. Hann þurfti ekki að bíða lengi. Ragnar fór í bað, drakk morgunkaffið, og svo löbbuðu þeir út 1 sólskinið. Hann heilsaði geðillu þvotta- konunni vingjamlega. Hún lá á hnjánum á stigapallinum með skúringafötuna við hlið sér. ,,Góðan dag, frú Larsen. Það er góða veðrið, það er byrjað að vora.“ Hún leit upp frá vinnu sinni. „Já, það held ég nú, krakkarn- ir eru farin að hoppa í parís á gangstéttinni.“ Ja, bauð hún ekki góðan dag, hvað gekk eiginlega að mann- eskjunni, hugsaði hann. Hún var ekkert nema vingjarnleg- heitin. Hvernig hafði hann fengið þá hugmynd, að hún væri önuglynd. Ragnar og Skot voru komnir út úr borginni. Barmar áveitu- skurðanna voru þaktir hófsól- eyjum og Ragnar týndi fáein- ar þeirra. Litur þeirra var hreinn og fagur, og þær voru ekki ennþá orðnar rykfallnar. En litli bíllinn, sem kom þjót- andi eftir veginum, gerði sitt til að þær yrðu það. Hundurinn Skot stóð á yeginum, þefaði af dauðri mús og kærði sig koll- óttan um bílinn, sem kom á fleygiferð. Ragnar kallaði í hann, en Skot sinnti því engu. eða lét að minnsta kosti eins og hann heyrði ekki til hans. Hann hafði annað miklu skemmti- legra fyrir stafni — að leika sér að dauðu músinni. „Skot!“ kallaði Ragnar aftur, því bíllinn nálgaðist með geisi hraða, sem gaf til kynna að engin miskunn yrði sýnd. Með því að hætta sínu eigin lífi, tókst Ragnari á síðustu stundu að hlaupa út á veginn og draga Skot burtu. Það hvein í brems- unum á bílnum, en áður en hann nam alveg staðar skrikaði hann nokkra metra eftir veginum. Ung stúlka sat við stýrið, eins og Ragnar hafði strax getið sér til. Hann var heldur ekki í vafa um, hvað hún myndi segja, nefnilega: „Ef þér hafið ekki betri stjórn á hundi yðar, ætt- uð þér að hafa hann í bandi.“ Hann sá að hún var ljómandi lagleg, og ákaflega móðguð. „Góða veðrið,“ sagði hann. „Það er að byrja að vora.“ „Hvað eigið þér við?“ sagði hún með undrunarblandinni gremju. „Þess vegna er ekkert við því að segja, þótt fólk stígi bensín- ið í botn og aki með hundrað kílómetra hraða.“ „Nei,“ sagði hún, fullviss um að hann væri mesti háðfugl. „Og þess vegna bið ég afsök- ynar fyrir okkur Skot,“ hélt 44 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.