Heimilisritið - 01.05.1951, Page 48

Heimilisritið - 01.05.1951, Page 48
Það er hún, hugsaði Ragnar. Það hefur sprungið hjá henni. Það er eitt af þessum tilfell- um, sem gefa í skyn að örlög- in séu með spilin og sem maður þorir aldrei að bera á borð fyr- ir lesendur sína, vegna þess, að þeim þykir það of ósennilegt. Það eru svona atburðir, sem veruleikinn er einn um. Um leið og hún sá hann nálg- ast, flýtti hún sér að ná í ýms áhöld, sem hún þurfti að nota til að skipta um hjólbarða. „Ég frábið mig athugasemd- ir yðar um hvað veðrið sé ynd- islegt í dag,“ sagði hún um leið og hann nálgaðist. Hún hamaðist við tjakkinn og tókst líka að lyfta vagnin- um um eina tommu, en þá valt tjakkurinn um, og erfiði hennar varð árangurslaust. „Af hverju hlæið þér ekki?“ sagði hún. „Annað hvort eigið þér ekki til kýmnigáfu eða þér eruð svona viljasterkur.“ „Hlæ ekki?“ sagði hann. „Hvers vegna skyldi ég hlæja? Þetta er fullkomlega eðlilegt." Hann settist á hækjur sínar við hjólið og fór að hjálpa henni. „Það á ekki að byrja á tjakknum, fyrst losar maður skrúfurnar. Reyndar var ég að hugsa upp allt annað. Ég var búinn að kveðja yður og bjóst ekki við að sjá yður aftur, að vísu hafði ég skrifað hjá mér bílnúmer yðar, — en ... Nú stöndum við hér. Finnst yður það ekki einkennilegt?“ „Hvað er einkennilegt við það, þó að nagli verði fyrir hjólinu?“ sagði hún. „Að vísu ekki,“ viðurkenndi hann. „Engu fremur en þótt Skot fyndi dauða mús á vegin- um. En hitt er skrítið, að það skyldi vera þar bæði dauð mús og nagli.“ Meðan hann hélt áfram að tala, hafði hann losað skrúfurn- ar af hjólinu og nú tók hann að bisa við tjakkinn. Von bráð- ar hafði hann lokið við að setja varahjólið á. „Það var heppilegt að þér gátuð hjálpað mér,“ sagði hún. „Ég er hrædd um að unnusti minn fari að verða órólegur.“ Ragnar var ekki almennilega með á nótunum. „Fari að verða?“ spurði hann. „Ef hann hefur aldrei verið það áður, þá er sannarlega kominn tími til að hann verði það.“ „Hvað eigið þér eiginlega við með því?“ spurði hún. „Ef ég segi, að þér hafið mis- skilið mig, munuð þér kannske skilja mig,“ sagði hann. Þetta var einkennilegt tal, en hún kunni að taka því á réttan hátt. Þegar hana fór að renna grun í hvað hann meinti, mis- 46 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.