Heimilisritið - 01.05.1951, Page 52

Heimilisritið - 01.05.1951, Page 52
tilraunir. Sonur heildsala eins vissi þetta vel, þegar hann aug- lýsti 5200 kvenmýs til sölu fyrir 200 franka stykkið. Þar sem hann seldi (í gistihúsgangi), rað- aði hann 104 kössum, hverjum með 50 músum og opnaði þann fyi'sta, svo kaupandinn gæti gengið úr skugga um, að þær væru allar kvenmýs. Hinar 5150 reyndust allar vera karlkyns, þegar kassarnir voru opnaðir í uppeldisstöð kaupand- ans í Normandi, en þá var ung- lingurinn allur á bak og burt með 300.000 franka. Þær nýju leiðir, sem ræningj- ar með ríkt hugmyndaflug eru famir að troða, verða brátt efni í nýja handbók. Þetta á ekki að- eins við um hina siðspilltu Evr- ópu- eða Ameríkumenn, sem stöðugt leggja sig fram mn að upphugsa ný, arðvænleg afbrot. Frá Afríku og Asíu berast svip- aðar sögur um slíka þjófnaði. I Bangkok tóku þjófar demant úr enni hins heilaga Buddha. Þeir settu gerfistein í staðinn, en hann datt niður, og þessi verkn- aður varð ólieyrilega mikil helgi- spjöll gegn þessu aJdagamla tákni Síamskonunga. Við höfum orð' Ameríku- manna sjálfra fyrir því, að þjófn- aður og fjárdráttur í sambandi við endurreisnarstarfsemi Sam- einuðu þjóðanna í Evrópu hafi numið 50.000.000 sterlingspund- um árlega. r Einstætt í sinni röð er mál „herforingjans“, sem hækkaði sjálfan sig í tigninni. Hann hækkaði stig af stigi í réttri röð frá óbreyttum liðsmanni til hers- höfðingja, og það varað'i vfir þrjátíu ár. Lucien Drouin, bóksali, kom úr fyrri heimsstj’rjöldinni sem óbreyttur dáti og komst brátt að raun um, að foringjabúning- ur væri miklum mun æskilegri klæðnaður í frítímunum. Hann keypti sér liðsforingjabúning og gætti síðan vandlega að hækka sig í tigninni þannig, að það væri í samræmi við hækkandi aldur hans. Þegar hann var hálf- fertugur, var hann orðinn majór að tign og tók auk þess að' skreyta sig með heiðursmerkj- um. Árið 1949 var hann orðinn tveggjastjörnu hershöfðingi með sex heiðursmerkjum, en seinni stjarnan varð honum til falls: majór-hershöfðingjar eru nógu sjaldgæfir til að draga að sér at- hvgli. T lireinni óskammfeilni munu fáir hafa tekið fram „Úlfum Frakklands“. Árið 1945 kom LýðVeldisvörðurinn í fullum skrúða með minningartöflu, sem sett var upp í Place Martin- Nadland í París. Á töflunni stóð: „Á fimmtu hæð þessa húss 50 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.