Heimilisritið - 01.05.1951, Side 61

Heimilisritið - 01.05.1951, Side 61
að það þarf sterkar taugar til að geta haldið virðingu sinni gagnvart flokki villtra mannæta og hausaveiðara. Margir þeirra hafa skotvopn, að vísti gömul og úrelt, en meira að scgja kúla úr byssu, sem hlaupið hefur verið sagað af að mestu, getur látið eftir sig slæmt gat í mannsskrokk. Ég held annars að það væri bezt, að ég gerði höfðingjanum orð og bæði hann að finna mig hingað. Ég vcrð með einhverju móti að hræða hann. Það gæti orðið óþægilegt fyrir okkur bæði, ef ættflokkurinn tæki upp á því að reyna að ná yður með valdi.“ Hann stóð upp og gekk til dyranna og gaf tveim innfæddum, sem komu hlaupandi, hræddir á svip, einhverjar skipanir. Joan skildi, að þeir innfæddu fengu skipun um að koma með höfðingjann, og að Doyle vildi tala við hann við hliðið á stauragirðingunni. „Ef höfðinginn neitar að koma, er ég illa settur. Ég get ekki heimsótt hann, af því ég þori ekki að skilja yð- ur eina eftir hér,“ sagði Doyle og sett- ist aftur. ,,En mér er nú nær að halda að hann þori ckki að hundsa skipun mína.“ Hann gat rétt til, en hann var ber- sýnilega kvíðafullur, meðan hann beið eftir svari, og stóð oft upp og gekk út í dyrnar. Loks kom einn af mönnum hans með þær fréttir, að höfðinginn væri á leiðinni. ,,Það var ágætt,“ sagði Doyle og sneri sér að Joan. „Það er bezt að þér verðið hér eftir, því að það er ekki vert að höfðinginn sjái yður. Hann gæti þá máske orðið svangur aftur. Ef eitthvað gerist er bezt fyrir yður að fara upp HEIMILISRITIÐ stigann og leita hxlis í kompunni þar uppi. Ég hcld annars að það væri rétt- ast, að þér færuð þangað strax og lokuð- uð hleranum í öryggis skyni. Þér getið séð hvað gerist gegnum kýraugun þar uppi. Ég býst ekki við að það verði nein ólæti, en maður veit aldrei upp á hverju þessir villimenn kunna að taka.“ Meðan hann talaði, hafði hann tek- ið skammbyssu upp úr vasa sínum og leit eftir því, hvort hún væri örugglega hlaðin. Síðan stakk hann henni í vasa sinn aftur, lét hitabeltishjálminn á sig og fór í gula hanzka. Joan fannst þetta sto hlægilegt, að henni lá við að reka upp skellihlátur, en hún gat ckki ann- að en dáðst að stillingu hans. Hún flýtti sér upp í káetuna á loftinu og lokaði þunga hleranum á eftir sér. Hún sá nú að kcngur var á honum til að læsa honum með. Þegar hún horfði í gcgnum citt kýraugað, sá hún Doyle lötra í hægðum sínum út að hliðinu, en fyrir utan það sat risavaxni mann- ætuhöfðinginn í stól, sem fjórir sterkir náungar höfðu borið hann í, alla leið frá hreysi hans og sem stóðu nú tein- réttir og hreyfingarlausir sinn til hvorr- ar handar honum. Lengra frá beið tuttugu til þrjátíu manna hópur, sumir vopnaðir spjótum og skjöldum, en aðr- ir byssuhólkum og cinn bar gamlan hermannariffil með áfestum byssu- sting. Doyle lötraði í áttina til þeira með upplyftri vinstri hendi, sjálfsagt í kveðjuskyni eða sem friðarmerki, en hægri höndin var í vasanum og hélt sennilega um skammbyssuna. Joan hugsaði með sér, að maðurinn hlyti að vera taugasterkur. Hver og einn af þeim 59

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.