Heimilisritið - 01.06.1951, Blaðsíða 8

Heimilisritið - 01.06.1951, Blaðsíða 8
ar mættust —, fyrst laust, en svo fastara — unz hún losaði sig hægt. Hún tók glasið og sneri því milli fingranna. „Sverrir, segðu mér — komstu með mér sem viðskipta- vinur?“ „í sannleika sagt, Miriam, ég veit það ekki.“ „Ég býst við, að margir sjó- menn hugsi á þá leið, þegar þeir fara í land að skemmta sér, ekki satt?“ „Ég hugsa það.“ Hún lyfti glasinu og drakk út, stóð svo hægt á fætur og gekk að speglinum. „Mér þykir vænt um hrein- skilni þína.“ Hún losaði slopp- inn hægt. Ég stóð upp. „Miriam — þú ...“ „Við erum þó bæði íslending- ar.“ Augu okkar mættust — og sloppurinn féll á gólfið af nökt- um líkama hennar. Rödd henn- ar var mjúk og hlý: „Komdu — Sverrir." Ég greip hana í fangið og bar hana gegnum opnar dyrnar inn í svefnherbergið. SÓLIN SKEIN inn í herberg- ið, þegar ég vaknaði. Ég rétti út höndina eftir Miriam, en rúmið var autt. Ég settist upp, og um leið kom hún í dyrnar. Hún var í sama sloppnum, og ljóst hárið var ofurlítið úfið. Hún kom og settist á rúmið. „Svafstu vel, vinur?“ Augu hennar voru mild, og hönd mín strauk yfir mjúka öxl hennar. „Já —. En nú verð ég að fara.“ Hún kinkaði aðeins kolli, laut svo hægt niður og kyssti mig létt á ennið. „Klæddu þig, og komdu svo fram.“ Hún gekk út, og ég heyrði að hún hellti í glas. Þegar ég kom fram, sat hún í sófanum með glasið hálftómt í hendinni. „Viltu einn?“ Ég hristi höfuðið, og stakk hendinni í vasann, en hún stöðvaði mig. „Nei — ekki þú, Sverrir —. Ég vil heldur mega þakka þér —“ Hún kom fast til mín.. „Þakka —. Ég veit ekki hvað ég á að segja — en þú ert dá- samleg...“ Ég fann ekki orð til að ljúka setningunni, hélt henni aðeins fast í örmum mínum og gróf andlitið í þykku, mjúku hári hennar. Skyndilega fann ég eitthvað hart í lófa mínum. Ég leit á það; það var lítið nisti. „Viltu, ef þú einhverntíma kemst að því, hver ég er, skila þessu til rétts eiganda.“ fi HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.