Heimilisritið - 01.06.1951, Blaðsíða 23
væri fullur af bófum með morð-
vopn — heldur ekki lögregl-
una.
Skammt frá verksmiðjuhlið-
inu var Chicago-Bill látinn út.
Hann var búinn eins og verka-
maður. Hann slangraði 1 átt að
hliðinu.
Tíu mínútum seinna kom
brynjaði bíllinn með pening-
ana 1 ljós, akandi með miklum
hraða eftir götunni með ein-
kennisbúnum bílstjóra og varð-
mann við hlið hans.
„Inn á eftir honum!“ skipaði
Edvard lágri rödd. Hann sat í
framsætinu, álútur af spenn-
ingi. „Ekki samt of nærri hon-
um.“
Waite hlýddi og ók dálítið
á eftir bílnum. Þegar hliðið
opnaðist voru þeir nokkrar bíl-
lengdir á eftir. Brynvarði bíll-
inn ók inn um hliðið, upp að
litla húsinu til hægri og beygði
í hálfhring áður en hann stanz-
aði.
BALDWIN og 'McKinnon
sátu í aftursætinu með fingurna
á gikkjum vélbyssanna. Neep,
Nelson og Terry lágu saman-
hnipraðir fyrir framan þá, til-
búnir að stökkva út úr bílnum
jafnskjótt og Edvard gæfi
merki. Þeir sáu Chicago-Bill
standa og rabba við hliðvörð-
inn í óða önn. Maðurinn hlust-
HEIMILISRITIÐ
aði á hann og hallaði undir
flatt.
„Nú!“ skipaði Edvard, um
leið og bíllinn nálgaðist hlið-
ið.
í sömu andrá beygði Waite
snöggt og bíllinn þaut inn um
hliðið. Terry heyrði vörðinn
hrópa og sá hann veifa í ákafa.
Á brynjuvagninum var búið að
opna öftustu dyrnar, og maður
rétti peningasekkinn út.
Einkennisklæddi vörðurinn,
sem setið hafði hjá bílstjóran-
um, var kominn út úr litla hús-
inu og rétti fram hendurnar
eftir peningapokanum. Þegar
bíllinn kom þjótandi inn um
hliðið, greip einkennisbúni vörð-
urinn um byssuna. Edvard gaf
næstu skipun:
„Látið þá nú fá það ósvikið,
piltar!“
Rúðurnar voru niðri, og
Baldwin og McKinnon létu kúl-
urnar rigna í hálfhring. Bíll-
inn titraði undan skothríðinni
og kúlurnar þyrluðu upp hvítu
ryki frá mölinni á ökustígnum.
Tveir menn, sem komið höfðu
út úr skrifstofubyggingunni,
hörfuðu sem skjótast inn aftur,
skelfingu lostnir.
Varðmaðurinn sleppti byss-
unni og rétti upp hendurnar.
Maðurinn á skyrtunni hafði
þegar tekið peningapokann, en
sleppti honum samstundis aft-
21