Heimilisritið - 01.06.1951, Blaðsíða 24

Heimilisritið - 01.06.1951, Blaðsíða 24
ur og stóð og starði skelfdur á svip. Terry hélt um hurðar- handfangið, reiðubúinn að stökkva út jafnskjótt og Ed- vard gæfi skipun. „Út!“ Neep, Nelson og Terry þutu út. Nelson og Neep hlupu sinn til hvorrar handar með skamm- byssurnar á lofti, og Terry hljóp þangað er pokinn lá. Hanh þreif hann með vinstri hendi — sú hægri hélt um skammbyssuna — og sneri sér við til að skjótast aftur inn í bílinn o.g hafði á meðan gát á brynjubílnum, en ekkert sást til varðmannanna sem í honum voru. Terry gerði sér ljóst, að kúla gæti þá og þegar komið það- an. Það var áreiðanlega maður þar inni, ef til vill tveir. Terry var viss um að hafa séð þar að minnsta kosti einn mann, herða- breiðan, einkennisbúinn með bláa derhúfu. Hann. hafði dreg- ið sig í hlé, þegar vélbyssuskot- hríðin hófst. Skyldi hann voga að skjóta? Það var ekki líklegt. Mað- urinn og félagi hans myndu sennilega liggja þar í hnipri. Fæstir voga sér gegn vélbyssu- skothríð — til að bjarga ann- arra manna peningum — og báðar vélbyssurnar spúðu enn af fullum krafti, Terry hörfaði aftur á bak að bílnum og dró sekkinn á eftir sér. Neep og Nelson nálguðust sinn hvorum megin — en nú skeði nokkuð óvænt. Vélbyssa McKinnons þagn- aði. Hann bölvaði hroðalega og þreif í byssulásinn. Waite var þegar byrjaður að snúa bílnum. Allt í einu féll Neep saman og studdi höndinni á kviðinn. Nel- son féll næstum samtímis. Ed- vard hrópaði æstur: „Fleygðu pokanum inn í bíl- inn — inn í bílinn með pokann, strax!“ En til að lyfta þungum pok- anum inn, .varð Terry að nota báðar hendur, og honum var ljóst, að hann myndi þurfa á hinni hægri að halda. Maður var kominn út úr brynjubíln- um með rjúkandi riffil við öxl- ina. Það var vörðurinn með bláu húfuna. Terry og vörðurinn skutu samtímis, og Terry fann sviða í vinstri síðunni. Varðmanninn hafði ekki sakað. Það kvað við brothljóð, þegar Edvard skaut út gegnum bílrúðuna, en skot- ið geigaði. Vörðurinn stökk nú fram með riffilinn við öxl- ina. Næsta kúla frá honum hitti Terry í vinstra handlegg, og pokinn datt til jarðar. Terry var ofurrólegur, hann lyfti 22 HEIMILISRJTIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.