Heimilisritið - 01.06.1951, Qupperneq 24
ur og stóð og starði skelfdur á
svip. Terry hélt um hurðar-
handfangið, reiðubúinn að
stökkva út jafnskjótt og Ed-
vard gæfi skipun.
„Út!“
Neep, Nelson og Terry þutu
út. Nelson og Neep hlupu sinn
til hvorrar handar með skamm-
byssurnar á lofti, og Terry
hljóp þangað er pokinn lá.
Hanh þreif hann með vinstri
hendi — sú hægri hélt um
skammbyssuna — og sneri sér
við til að skjótast aftur inn í
bílinn o.g hafði á meðan gát á
brynjubílnum, en ekkert sást
til varðmannanna sem í honum
voru.
Terry gerði sér ljóst, að kúla
gæti þá og þegar komið það-
an. Það var áreiðanlega maður
þar inni, ef til vill tveir. Terry
var viss um að hafa séð þar að
minnsta kosti einn mann, herða-
breiðan, einkennisbúinn með
bláa derhúfu. Hann. hafði dreg-
ið sig í hlé, þegar vélbyssuskot-
hríðin hófst. Skyldi hann voga
að skjóta?
Það var ekki líklegt. Mað-
urinn og félagi hans myndu
sennilega liggja þar í hnipri.
Fæstir voga sér gegn vélbyssu-
skothríð — til að bjarga ann-
arra manna peningum — og
báðar vélbyssurnar spúðu enn
af fullum krafti,
Terry hörfaði aftur á bak að
bílnum og dró sekkinn á eftir
sér. Neep og Nelson nálguðust
sinn hvorum megin — en nú
skeði nokkuð óvænt.
Vélbyssa McKinnons þagn-
aði. Hann bölvaði hroðalega og
þreif í byssulásinn. Waite var
þegar byrjaður að snúa bílnum.
Allt í einu féll Neep saman og
studdi höndinni á kviðinn. Nel-
son féll næstum samtímis. Ed-
vard hrópaði æstur:
„Fleygðu pokanum inn í bíl-
inn — inn í bílinn með pokann,
strax!“
En til að lyfta þungum pok-
anum inn, .varð Terry að nota
báðar hendur, og honum var
ljóst, að hann myndi þurfa á
hinni hægri að halda. Maður
var kominn út úr brynjubíln-
um með rjúkandi riffil við öxl-
ina. Það var vörðurinn með
bláu húfuna.
Terry og vörðurinn skutu
samtímis, og Terry fann sviða
í vinstri síðunni. Varðmanninn
hafði ekki sakað. Það kvað við
brothljóð, þegar Edvard skaut
út gegnum bílrúðuna, en skot-
ið geigaði. Vörðurinn stökk
nú fram með riffilinn við öxl-
ina.
Næsta kúla frá honum hitti
Terry í vinstra handlegg, og
pokinn datt til jarðar. Terry
var ofurrólegur, hann lyfti
22
HEIMILISRJTIÐ