Heimilisritið - 01.06.1951, Blaðsíða 62

Heimilisritið - 01.06.1951, Blaðsíða 62
liressir jng. Það er undravert hvað það fjörgar." Hann skenkti blikkbikar meira en hálfan af óblönduðu konjaki og setti fyrir Joan, sem tók eftir því, að hönd hans var óstyrk, er hann skenkti úr flöskunni. Því næst skenkti hann svika- laust í sína krús og settist. Joan lét sem hún drykki, en setti bikarinn ósnertan á borðið aftur. Hún titraði öll og var ákaflega hrasdd, þótt hún reyndi eftir megni að láta ekki á því bera. Doyle lagði hendurnar fram á borðið og horfði glampandi augum á hana með nærgöngulu augnaráði. ,,Þú ert yndisleg í vexti, Joan,“ sagði hann loðmxltur eftir litla þögn. ,,Það Hggur nærri að maður geti ekki hald- ið sér í skefjum, ef maður bara horfir á þig. Farðu úr jakkanum." „Til hvers ætti ég svo sem að fara úr jakkanum?" spurði Joan og gerði sér upp bros til að dylja andstyggð þá og ótta, sem hún hafði á þessum manni. „Ég vil bara sjá, hvernig þú lítur út, ég vil njóta þess að sjá lúnn fagra ' vöxt þinn,“ svaraði Doyle. „Ég fann hve yndisleg þú varst þegar ég bar þig hingað, og ég verð allur einn funi, við það eitt að koma við þig. Þessi karl- mannsbúningur eyðileggur alveg mynd- ina. Farðu úr jakkanum, vina mín.“ „Ég vil helzt ekki gera það,“ mót- mælti Joan skjálfandi af hræðslu. „Farðu úr honum!“ endurtók Doyle. „Gerðu mig ekki ergilegan aftur með tepruskap þínum. Farðu úr honum segi ég!“ Joan hlýddi af hræðslu við það, að Doyle myndi ef t_il vill rífa jakkann af henni með valdi. Innanundir óhreinum og krympuðum jakkanum var hún að- eins í þunnri silkitreyju, sem var opin í hálsinn og féll að líkama hennar og fór henni betur en hún kærði sig um. „Ja, það veit sá sem allt veit, að þú ert yndisleg,“ hrópaði Doyle og saup hveljur. Svörtu augun í honum glóðu af hrifningu og girnd, og hann reis til hálfs upp í sætinu. „Hörund þitt er eins og silki, brjóstin — en þær lín- (i ur ... Hann skorti auðsjáanlega orð, til að láta aðdáun sína í ljós, svo að hann hallaði sér bara aftur á bak í stólnum og horfði á Joan með brennandi augnaráði. Joan fann sneypuroðann brenna á kinnum sér, þegar hún mætti gráðugu augnaráði hans. Hún lagði sig í líma til að upphugsa eitthvað ráð, er gæti lcitt atliygli hans frá henni. ,,Ætlið þér ekki að fá yður aftur í glasið, Doyle?“ sagði hún og reyndi að vera glaðleg. „Mér þykir alveg nóg um alla þessa gullhamra yðar. Eins og þér sjálfsagt getið skilið, líður mér ekki vel. Þér hljótið að vera íri, þér eruð svo mælskur, en þrátt fyrir það fáið þér mig ekki til að tala af mér'Chélt hún áfram, aðeins til að segja eitthvað. Hún vissi varla, hvað hún sagði, en það stóð henni fast í huga að reyna að halda honum uppi með einhverju þvaðri. „Ég lít víst hræðilega illa út eftir meðferð yðar á mér, og ég er reglulegur ræfill hvað líðan snertir. Munið að þér voruð búnir að lofa því, að ég skyldi fá tíma til að jafna mig. Ég skal gera mér far um að vera svo snotur sem ég mögu- lega get, yðar vegna, eftir að þér hafið gert út af við Hilary Sterling." (Framh. í næsta befti) 60 HEIMILISEITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.