Heimilisritið - 01.06.1951, Blaðsíða 53

Heimilisritið - 01.06.1951, Blaðsíða 53
I upphafi Eftirminnilegt sögukorn eftir T. IV. Bain í upphafi, þegar Twashtri ætlaði að fara að skapa konuna, sá hann að hann hafði eytt öllum frumefnum sínum í sköpun mannsins, og engin föst frum- efni voru eftir skilin. I vandræðum sínum, og eftár langa umhugsun, gerði hann það sem hér segir: Hann tók kringlumynd mánans, sveigjur vafningsviðarins og umföðmun og haldfesti skrúfteinunga hans, grann- leik reyrsins, ljóma blómanna, léttleik laufanna, frammjókkun fílranans, augnaráð hjartarins, suðu býflugna- sveimsins, gleðileik sólargeislanna, grát skýjanna, óstöðugleik vindanna, hræðslu hérans, hégómagimi páfuglsins, mýkt páfagauksbrjóstsins, hörku demantsins, hlýroða eldsins, kulda mjallarinnar, kurr dúfnanna, kvak álftarinnar, lævísi tóf- unnar og tryggð hundsins. Þessu bland- aði hann öllu saman, bjó til konuna og gaf manninum hana. En eftir viku kom maðurinn til hans og sagði: „Drottinn, þessi skepna, sem þú gafst mér, gerir mig óhamingjusam- an. Hún er sífellt að masa, hún stríðir mér og fer í taugarnar á mér meira en ég get þolað, enda lætur hún mig aldrei í friði. Hún krefst óaflátanlegrar eftir- tektar, eyðir fyrir mér öllum tíma mín- um, grætur út af engu og gerir aldrei neitt, svo að ég verð að skila henni aft- ur, því að ég sé enga leið til að búa með henni.“ „Gott og vel,“ svaraði Twashtri og tók við konunni aftur. En eftir viku kom maðurinn aftur til hans og sagði: „Drottinn. Ég er mjög einmana síðan ég skilaði þér þessari skepnu. Ég minnist þess, hversu hún dansaði og söng fyrir mig, og hvemig hún skotraði augunum út undan sér til mín og lék við mig og umvafði mig. Hlátur hennar var hljóðfærasláttur, og hún var fögur á að líta og mjúk við- komu, svo að mig langar til að fá hana aftur.“ „Gott og vel,“ sagði Twashtri og fékk honum hana aftur. En eftir þrjá daga kom maðurinn aftur og sagði: „Drottinn. Ég veit ekki, hvernig á því stendur, en ég hef kom- izt að þeirri niðurstöðu, þegar öllu er á botninn hvolft, að hún sé mér meira til mæðu en yndis, svo ég vil mælast til að ég megi skila henni aftur.“ Þá svaraði Twashtri: „Farðu norður og niður Burt með þig! Ég þoli þetta ekki lengur. Þú verður að búa að þínu, án þess að vcra alltaf að ónáða mig_“ Þá mælti maðurinn: „En ég get ekki búið með henni.“ Og Twashtri svaraði: „Og ekki held- ur án hennar." Og hann sneri sér frá manninum og hélt áfram starfi sínu. Þá sagði maðurinn: „Hvað á ég að taka tjl bragðs? — Ég get hvorki lif- að með henni né án hennar.“ ENDIR HEIMILISRITIÐ 51-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.