Heimilisritið - 01.06.1951, Blaðsíða 11
mynd: Augun hálflukt, brosið
ögrandi; vínglas í annarri hend-
inni, og sami svarti kjóllinn.
Ásbjörn lokaði því hægt.
„Þakka þér fyrir, Sverrir.“
Ég stóð upp og bjóst til að
fara. í dyrunum sneri ég mér
við.
„Viltu segja mér eitt, Ás-
björn? Hvað heitir hún?“
„Unnur.“
Ég gekk út á þilfarið, stað-
næmdist og kveikti mér í sígar-
ettu. Það glitraði á sjóinn í
tunglsljósinu, og í fjarska hyllti
strönd Spánar eins og dökka
rönd við himininn. Ég leit aft-
ur með skipinu. Langt að baki
glitruðu ljós borgarinnar, þar
sem Miriam var nú aftur tekin
til starfa. Stúlkan, sem hafði
veitt mér ógleymanlega nótt —
og ég átti minninguna einn,
eins og hún hið suðræna nafn
sitt — „Miriam“ — það hraut
ósjálfrátt af vörum mínum, og
snöggvast þótti mér ég finna
mjúka arma hennar um háls-
inn, og ferskan ilminn úr hári
hennar.
Svo fleygði ég sígarettunni í
sjóinn og gekk áleiðis til klefa
míns.
Ég leit inn um glugga Ás-
björns um leið og ég gekk hjá.
Það var slökkt, og ég greindi
aðeins glóðina í sígarettunni
hans í myrkrinu.
ENDIR
Skrítlur
Hótelþjónninn (spyr mann, sem bið-
nr um bréfscfni og blek): EruS þér
gcstur hér á hótelinu?
Maðurinn: — Gestur? Það er nú
kannske of mikið sagt; ég borga 70
krónur á sólarhring fyrir mig.
. *
Listamaðurinn: — Þér skuluð fá
myndina fyrir 100 krónur. Það er, svei
mér þá, aðeins það sem léreftið kost-
aði.
Kaufandinn: — ]á, en góði maður,
það var þegar það var alveg nýtt.
*
Hann: — Hafið þér aldrei óskað þess
að vera karlmaður, ungfrú?
Hún: — Nei, en þér?
Ari: — Jteja, svo þú ert leikari. Já,
það er nú það, ég hef ekki komið í leik-
hús í m'órg ár.
Bjarni: — Ég ekki heldur.
*
Húsbóndinn (hvtslar að gesti): Þér
eigið að verða borðherrann hennar frú
Smith. Ég hugsa að þér fáið ántegju af
að tala við hana. Hún er lika með gall-
steina.
Gestur t matstofu (œvareiður): —
Hvað á þetta að þýða! Það er fluga
syndandi t súpunni minni!
Framreiðslustúlkan: — Fyrirgefið, ég
uppfarta hér bara, en kann ekkert að
spá.
HEIMILISRITIÐ
9