Heimilisritið - 01.06.1951, Blaðsíða 32

Heimilisritið - 01.06.1951, Blaðsíða 32
lega út og herðablöðin koma næstum saman. Þetta skaltu æfa í nokkrar mín- útur ef þú getur. Við allar þessar æf- ingar ber að gæta varúðar í fyrstu, en þótt vöðvamir verði svolítið aumir, má ekki gcfast upp, því það er um að gera að sigrast á eymslunum. Sund- æfingar em einnig mjög ákjósanlegar. HANN VILL MEGRA SIG. Sp.: Hvað á ég að gera til þess að megra mig? — Þ. Ó. Sv.: Borðaðu fáar máltíðir á dag og aldrei þess á milli. Neyttu ekki áfengra drykkja og sem minnst af feitu kjöti eða sósum, mjólkurmat, sætum kökum eða slíku. Æskilegt er að nærast sem mest á grænmeti og ávöxtum. Gakktu úti í eina klukkustund daglega. RAUTT NEF OG BOGIÐ BAK Sp.: i. Vinsamlegast óskast ráð við rauðu nefi. 2. Ég hef útstandandi herðablöð. Áttu nokkur einföld ráð til að bæta úr því? S. Á. Sv.: i. Ég bef oft gefið ráð við slíku, en bér eru fáein í viðbót: Hafðu munn- inn alltaf hreinan og í góðu ásigkomu- lagi. Blóðrásin þarf að vera í fullkomnu lagi. Það væri hollt fyrir þig að sippa í io—-15 mínútur á hverjum degi. Berðu krem eða púður á nefið, ef þú ferð út í kulda eða rok. Sé roðinn þrálátiir, þrátt fyrir allt, skaltu leita læknis. 2. Rétm úr bakinu, dragðu herðablöðin niður á við og rétni úr hálsjnum, þann- ig að þú berir höfuðið hátt. Þá færast herðablöðin í rétt lag, fyrr en þig varir. SVÖR TIL ÝMSRA Til „Kolbrúnar": — Algengast er að brjósúð sé 86 sm, mittið 62 sm, mjaðm- irnar 92 sm, læri 48 sm, leggur 31 sm og ökli 19.5 sm. Til „H. ]." — Ef þú hefur dökka bauga undir augunum, skaltu ckki sofa minna en 8—10 klukkustundir á sólar- hring, hafa meltinguna í lagi og vera á hreyfingu undir beni lofti minnst eina klukkustund daglega. Ef þetta ber ckki árangur, skaltu leita læknis. Til ,,Snjáku— Þú átt hiklaust að giftast þessum manni. Hann er trygg- lyndur og áreiðanlegur, eftir öllu að dæma. Þetta svar verður að nægja þér. Ég óska ykkur til hamingju með brúð- kaupið. Til „Dóru": — Hver veit nema pilt- urinn þinn sé hrifinn af þér, þrátt fyrir allt. Það er ekki víst að hann hafi árætt að viðurkenna það. Þú ert ekki ein um það að hafa tárast, þegar svo cr ástatt sem þú talar um. Bíddu og sjáðu hvað setur. Til „A. B": — Ég samhryggist þér innilega með barnið. Hinsvegar gleður það mig, að svarbréf mitt skuli hafa getað orðið þér til upplyftingar. Ég skil bara ekki, hvers vegna þig langar til að eignast vin, sem getur sagt þér „hlífðarlaust til syndanna." Ætli þú fengir ekki fljótlega nóg af slíku. Vissu- lega væri líka varasamt fyrir þig að hafa bréfaviðskipti um þín hjartans mál. Hver veit nema viss maður kæmist í bréfin! Auk þess er hætt við, að svo opinská sálarkrufning, sem þú virðist ætlast til, myndi ekki blessast. Til „Einnar óhamingjnsamrar": ■— Þú hefur ekki ennþá fundið þann rétta. Hvað sem öllu líður, þá skaltu ekki láta „ótta“ við neinn eða neina verða ril þess, að þú eyðileggir líf þitt. Þú ert sjálfri þér næst, og þótt þú að sjálf- sögðu þurfir að taka tillit til annarra, þá eru þó takmörk fyrir því, eins og öðru. Eva Adams 30 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.