Heimilisritið - 01.06.1951, Blaðsíða 31
HÚN VILL VERA HÆRRI
Sp: Kæra Eva mín. Mér liggur það
ákaflega þungt á hjarta, hvað ég er lítil.
Stundum er ég að því komin að ör-
vænta, því ég er löngu orðin fullvaxin.
Eru nokkur lifandi ráð til þess að ég
geti stækkað eða reynt citthvað í þá
átt? — Lilla
Sv.: Því miður kann ég engin ráð
til að hækka þig, til þess þyrftu beinin
að Iengjast. En það er langt frá því að
þú þurfir að vera örvæntingarfull þess
vegna. Nú á tímum eru það lágvaxnar
stúlkur, sem eru í tízku — í Ameríku
að minnsta kosti. Það merkir, að þær
séu eftirsóknarverðari fyrir karlmenn en
þær hávöxnu. En þú getur gert svo
margt til þess að sýnast hærri en þú ert.
Til dæmis geturðu haft hárgreiðsluna
þannig, að hárið hækki þig. Forðastu
að sverta augabrúnimar eða roða var-
irnar mikið, því að allar þverlínur draga
úr hæðarlínunni. Berðu höfuðið hátt,
án þess að teygja fram hökuna, og hafðu
hrygginn beinan. Gættu þess vandlega
að verða ekki mjaðmastór. Notaðu ekki
lága hæla; þú gætir líka haft aukahæl
innan í skónum. Notaðu yfirhafnir, sem
eru hnepptar beint að framan. Mjög
háir hattar eru óheppilegir, því þeir
skapa ósamræmi og virka broslega á
fólk. Kragar eiga að vera litlir og lágir,
og hálsmálið á helst að vera V-myndað
að framan. Ermar skulu vera þröngar
og ná svolítið fram á höndina. Axla-
vídd er ekki ráðleg fyrir þig. Síðir kjól-
ar eða mjög stuttir eru naumast heldur
við þitt hæfi. Yfirleitt skaltu velja þér
látlaus snið á föt þín, hafa pilsin slétt
og flíkurnar í heild ekki of víðar, heldur
vel sniðnar og smekklegar.
LÍTIL OG SLÖPP BHJÓST
Sp.: Mig langar til að biðja þig um
að gefa mér góð ráð við litlum og
slöppum brjóstum. Ég er rúmlega tví-
tug. — MóSir.
Sv.: Getur ekki verið að brjóstin hafi
slappast af því að þú hefur megrast
mikið og fljótt? Þá lagast þau aftur,
ef þú fitnar. Þetta getur líka stafað af
því, að þú ert ekki nógu beinvaxin.
Réttu úr hryggnum og lyftu brjóstinu,
þannig að stóru vöðvarnir, sem liggja
frá öxlunum niður að brjóstunum,
strengist og styrkist. Þér eru eftirfar-
andi líkamsæfingar hollar á hverjum
degi, eins og öllum, sem ganga hoknir
og hafa innfallinn brjóstkassa: Krepptu
hnefann og sveiflaðu honum með bein-
um handlegg 20 sinnum í hring, fyrst
öðrum og svo hinum. Hringurinn, sem
hnefanum er sveiflað, á að vera eins
stór og unnt er, og svo langt aftur sem
þú getur. Andaðu að því loknu mjög
djúpt að þér og frá, 40—50 sinnum, við
opinn glugga. Svo skaltu taka 40 brjóst-
sundstök út í loftið, alveg eins og þú
reynir af öllum kröftum að synda út
um gluggann. Hvíldu þig síðan litla
stund, en að því loknu spennirðu greip-
ar á bakinu, þannig að lófamir vísi nið-
ur, og teygir handleggina aftur, svo að
þú finnir vel, að brjóstið þenst öflug-
HEIMILISRITIf)
29