Heimilisritið - 01.06.1952, Blaðsíða 42

Heimilisritið - 01.06.1952, Blaðsíða 42
Hún skar upp bréfið'. Steve jós ávaxtamauki á diskinn sinn. „Nei, heyrðu nú bara!“ sagði María. „Bréfið er nafnlaust!“ Skelfingu lostin starði hún á bréfið, sem skrifað var með van- sköpuðum upphafsstöfum: MAÐURINN YÐAR ER YÐUR ÓTRÚR. FILGIST MEÐ FERÐUM HANS, NÆST ÞEGAR HANN VINN- UR „EFTIRVINNU“ í SKRIFSTOFUNNI! EIN, SEM VILL YÐUR VEL. Hún las bréfið þrisvar, og augu hennar voru full af tárum, þegar hún leit upp. « „Þessu hefði ég aldrei trúað um þig“, sagði hún af tilfinn- ingu. „Láttu mig sjá bréfið“. Hann tók það úr skjálfandi hönd hennar og las það með hrukkuðu enni. „Finnst þér ekki, María, arin- eldurinn bezti staðurinn fyrir nafnlaus bréf?“ Hann var í þann veginn að fleygja því í eldinn, en María stöðvaði hann. „Nei, eyðilegðu það ekki. Ég ætla að lesa það einu sinni enn“. „Til hvers væri það' eigin- lega?“ andmælti hann. En María hrifsaði bréfið af honum. „Þú heldur þó víst ekki, að það sé satt, sem stendur í bréf- inu?“ Hún leit á hann. „Þú þóttist vinna eftirvinnu í skrifstofunni, það kemur að minnsta kosti heim!“ „Já, en aðeins í eitt skipti“, sagði Steve léttur í máli. Það var gott að hafa hreina sam- vizku. „Og svo þessi nellikulykt, sem lagði af þér, þegar þú komst heim!“ „Hana fékk ég í bíóinu. Það veiztu vel sjálf“. „Já, þá hélt ég það. En nú er ég ekki eins viss um það. Og svo hefur þú hegð'að þér svo undar- lega upp á síðkastið. Og svo er ekki hægt að neita því, að ein- hver hefur vitað, að þú værir ekki í eftirvinnu í skrifstofunni það kvöld“. Röddjn var að bresta. En hún stillti sig þó og sagði: „Þessi spurningalisti, sem þú sýndir mér, sannfærði mig um, að ég er hreinasta perla sem eig- inkona. Og ef það er svona með- ferð, sem maður fær í staðinn frá eiginmanni sínum, þá--------“ Lengra komst hún ekki, því nú brast röddin. „Má ég segja þér eitt, María. Þú ættir ekki að skrifa svona mörg bréf. Eða þú ættir þá að 40 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.