Heimilisritið - 01.06.1952, Blaðsíða 42
Hún skar upp bréfið'. Steve
jós ávaxtamauki á diskinn sinn.
„Nei, heyrðu nú bara!“ sagði
María. „Bréfið er nafnlaust!“
Skelfingu lostin starði hún á
bréfið, sem skrifað var með van-
sköpuðum upphafsstöfum:
MAÐURINN YÐAR ER
YÐUR ÓTRÚR. FILGIST
MEÐ FERÐUM HANS,
NÆST ÞEGAR HANN VINN-
UR „EFTIRVINNU“ í
SKRIFSTOFUNNI!
EIN, SEM VILL
YÐUR VEL.
Hún las bréfið þrisvar, og
augu hennar voru full af tárum,
þegar hún leit upp. «
„Þessu hefði ég aldrei trúað
um þig“, sagði hún af tilfinn-
ingu.
„Láttu mig sjá bréfið“.
Hann tók það úr skjálfandi
hönd hennar og las það með
hrukkuðu enni.
„Finnst þér ekki, María, arin-
eldurinn bezti staðurinn fyrir
nafnlaus bréf?“
Hann var í þann veginn að
fleygja því í eldinn, en María
stöðvaði hann.
„Nei, eyðilegðu það ekki. Ég
ætla að lesa það einu sinni enn“.
„Til hvers væri það' eigin-
lega?“ andmælti hann.
En María hrifsaði bréfið af
honum.
„Þú heldur þó víst ekki, að
það sé satt, sem stendur í bréf-
inu?“
Hún leit á hann.
„Þú þóttist vinna eftirvinnu
í skrifstofunni, það kemur að
minnsta kosti heim!“
„Já, en aðeins í eitt skipti“,
sagði Steve léttur í máli. Það
var gott að hafa hreina sam-
vizku.
„Og svo þessi nellikulykt, sem
lagði af þér, þegar þú komst
heim!“
„Hana fékk ég í bíóinu. Það
veiztu vel sjálf“.
„Já, þá hélt ég það. En nú er
ég ekki eins viss um það. Og svo
hefur þú hegð'að þér svo undar-
lega upp á síðkastið. Og svo er
ekki hægt að neita því, að ein-
hver hefur vitað, að þú værir
ekki í eftirvinnu í skrifstofunni
það kvöld“. Röddjn var að
bresta. En hún stillti sig þó og
sagði:
„Þessi spurningalisti, sem þú
sýndir mér, sannfærði mig um,
að ég er hreinasta perla sem eig-
inkona. Og ef það er svona með-
ferð, sem maður fær í staðinn
frá eiginmanni sínum, þá--------“
Lengra komst hún ekki, því
nú brast röddin.
„Má ég segja þér eitt, María.
Þú ættir ekki að skrifa svona
mörg bréf. Eða þú ættir þá að
40
HEIMILISRITIÐ