Heimilisritið - 01.06.1952, Blaðsíða 11
Ég fór hingað suður til sjávar,
svarar hann eftir stutta þögn.
Ég reri ásamt öðrum og sótti
miðin. Þar dró ég fiska á öngul
og drap.
BRÁINN TÓK SÉR aftur
nokkra málhvíld. Hann strauk
fingrunum yfir hrjúft borð vél-
arinnar og sópaði burt fiskflís-
um sem þar voru. Fölgrátt and-
lit hans var svipdapurt.
Já, drengur minn, hélt hann
áfram, auðvitað héldu dagarnir
áfram að líða. En einn daginn —
í nepju vetrarins — mætti ég
ungri stúlku, sem var prests-
systirin úr sveitinni minni fyrir
norðan. Hún kvaðst eiga að
spyrja mig, hvort ég væri orð-
inn sterkur.
Ég verð það, svaraði ég. Og
þá var það, drengur minn, sem
ég kom fyrst í þessa verksmiðju.
Ég fékk vinnu hér við þessa vél.
Vélin býr yfir feiknaafli og með
nokkrum höggum mer hún sund-
ur harðfiskinn. Mér var það ó-
trúleg nautn að hlusta á þung
högg hennar og sjá hamarinn
falla niður á fiskinn og merja
hann. Ég útskýri það ekki fyrir
þér, hversvegna mér var það
nautn, þú skilur það tæplega.
Svo mætti ég prestssysturinni
aftur og sagði henni, að nú réði
ég yfir afli. Hún svaraði engu,
en sagði mér, að á prestssetri
fyrir norðan hefði ungbam
prestshjónanna dáið, og sorgin
hefði sezt að á heimilinu. Þá
fór ég hingað drengur minn,
hingað inn í verksmiðjuna og
settist við þessa vél. Hádegis-
verðarhléinu var lokið, og ég
hóf vinnu mína á ný. En í stað
þess að leggja harðann fiskinn
undir hramm vélarinnar lagði
ég vinstri hönd mína, og með
jötunafli sínu kramdi hann
sundur höndina. Það var mín
tjáning til sorgarinnar.
Aftur mætti ég prestssystur-
inni. Hún spurði hvort ég væri
giftur, og ég svaraði: það verð
ég bráðum. Ég kvæntist síðan
blindri stúlku, drengur minn,
því hvernig gat ég átt konu, sem
hefði getað séð í augum mér
ástina til annarrar?
En í morgun, vinur minn, í
morgun fékk ég boð, sem mér
voru flutt af miðaldra prests-
systur. Hvílík tíðindi voru mér
ekki færð! Á prestssetri. Fyrir
norðan varð prestsfrúin fyrir ljá
og beið bana af. Eitt sæti hér í
heimi er autt, því — Ijár nam
við bein.
Þetta er ferðasaga mín, dreng-
ur minn, sagði gamli maðurinn
og dæsti við. Þessi lífsganga
einnar sálar, sem lifði án and-
JÚNÍ, 1952
9